Af oddvitunum skuluð þér þekkja þá

"Íslenska þjóðfylkingin" afhjúpar hvað hún stendur fyrir. Gústaf Níelsson er þekktastur fyrir andúð sína á hommum og útlendingum, fyrir utan að hafa rekið fatafellustað. Reiður kall.

Önnur stefnumál eru til uppfyllingar. Gústaf sagði á dögunum að ÍÞ mundi ekki undir neinum kringumstæðum taka þátt í vinstristjórn, enda væri það glapræði. Skyldi hann ætla að kannski sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um að rétta hlut aldraðra og öryrkja?

Lýðskrum og óttamakerí.


mbl.is Gunnlaugur og Gústaf efstir hjá Þjóðfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"51,5% þeirra sem náðist í tóku af­stöðu"

Þegar helmingur aðspurðra svarar ekki spurningunni, þá er ekki að marka niðurstöðuna í skoðanakönnun. Hún er bara ekki marktæk. Hvað mundu hinir segja? Við vitum það ekki, en ekki er ósennilegt að það mundi breyta útkomunni verulega. Og hvað kýs þetta fólk svo, og hverjir kjósa?

Ég man eftir könnun fyrir nokkrum árum, þar sem fólk var líka spurt hvað það hefði kosið síðast. Svörin við því voru verulega frábrugðin niðurstöðu þeirrar kosningar sem þá var spurt um. Það segir sitt um skekkjuna.

. . . . . . .

 

Hins vegar mæli ég með því að fólk kíki á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar. Þar má m.a. líta framboðslistann í Reykjavík norður og í Norðausturkjördæmi, auk oddvitans í Suðausturkjördæmi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldssöm gildi

Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkur. Sá sem kemur inn í hann ætti ekki að verða hissa að mæta "íhaldssömum skoðunum og gildum".


mbl.is Varaformaðurinn segir líka skilið við flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marktækar tölur?

Neðst í fréttinni er hlekkurinn "nánar". Sé hann opnaður er ekki að sjá að MMR segi hvert svarhlutfallið var í könnuninni. Það kemur fram að 905 hafi svarað, en ekki hve margir hafi ekki svarað. Þetta skiptir máli. Allir sem vita eitthvað um skoðanakannanir vita, að lágt svarhlutfall gefur ómarktæka niðurstöðu. Einhvers staðar milli 55% og 65% er krítískur punktur, þar sem svörin fyrir neðan eru einfaldlega ekki þess virði að lesa þau. Það er þess vegna góð regla að taka ekki mark á skoðanakönnunum þar sem kemur ekki fram að svarhlutfallið sé að minnsta kosti tæplega 60%.

Meðal annarra orða, þá er Alþýðufylkingin að koma sterk inn.


mbl.is Píratar og Sjálfstæðisflokkur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Alþýðufylkingin gerir kunnugan framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir Alþingiskosningarnar 29. október 2016:

1. Vé­steinn Val­g­arðsson, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
2. Sól­veig Hauks­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík
3. Gunn­ar Freyr Rún­ars­son, geðsjúkra­liði, Reykja­vík
4. Þóra Sverr­is­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari, Reykja­vík
5. Tinna Þor­valds­dótt­ir Önnu­dótt­ir, leik­kona, Reykja­vík
6. Sindri Freyr Steins­son, stuðnings­full­trúi, Reykja­vík
7. Axel Þór Kol­beins­son, tölvu­tækn­ir, Reykja­vík
8. Héðinn Björns­son, jarðfræðing­ur, Dan­mörku
9. Sig­ríður Krist­ín Kristjáns­dótt­ir, námsmaður, Reykja­vík
10. Jón Karl Stef­áns­son, for­stöðumaður, Reykja­vík
11. Ásgeir Rún­ar Helga­son, dós­ent í sál­fræði, Svíþjóð
12. Ein­ar Andrés­son, fanga­vörður, Reykja­vík
13. Sól­ey Þor­valds­dótt­ir, starfsmaður í veit­inga­húsi, Reykja­vík
14. Krist­leif­ur Þor­steins­son, tölv­un­ar­fræðing­ur, Kópa­vogi
15. Ólaf­ur Tumi Sig­urðar­son, há­skóla­nemi, Reykja­vík
16. Elín Helga­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
17. Ingi Þóris­son, námsmaður, Hollandi
18. Stefán Ingvar Vig­fús­son, listamaður, Reykja­vík
19. Lúther Maríuson, afgreiðslumaður, Reykjavík
20. Vikt­or Penal­ver, ör­yrki, Hafnar­f­irði
21. Björg Kjart­ans­dótt­ir, sjúkra­liði, Reykja­vík
22. Örn Ólafs­son, bók­mennta­fræðing­ur, Dan­mörku

Heimasíða Alþýðufylkingarinnar


Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Þetta var að koma fyrir sjónir almennings:

Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar Reykjavíkurkjördæmi norður haustið 2016. Vésteinn er fæddur 1980 og hefur starfað sem stuðningsfulltrúi á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi síðan 2001. Vésteinn er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands (BA 2005). Sambýliskona hans er Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, stjórnmálafræðingur.
 
Vésteinn hefur lengi verið virkur í félagsstörfum og stjórnmálum, m.a. í Félaginu Íslandi-Palestínu, Samtökum hernaðarandstæðinga, Vantrú, Rauðum vettvangi og er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Vésteinn ritstýrði vefritinu Eggin.is frá 2003 til 2008. Vésteinn hefur verið trúnaðarmaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu á Kleppsspítala síðan 2006.
 

Guðmundur Magnússon leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Magnússon leikari leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Alþingiskosningum 2016. Guðmundur MagnússonGuðmundur er fæddur í Reykjavík 1947. Hann útskrifaðist sem leikari 1968. Guðmundur varð fyrir slysi 1976 og hefur verið lamaður síðan. Hann hefur starfað með Sjálfsbjörg, SEM samtökunum og Öryrkjabandalaginu, og var formaður ÖBÍ í fjögur ár.
Guðmundur hefur unnið sem leikari og leikstjóri, kennt á námskeiðum í leiklist og framsögn og við Herynar- og talmeinastöðina. Hann hefur verið forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargarheimilisins.
Aðgengismál fatlaðra hafa verið Guðmundi mjög hugleikin og hann segir leiðarljós sitt vera samning Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun. Hann situr í verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.
Guðmundur var í KSML þegar hann var ungur. Hann er stofnfélagi í Vinstri-grænum og var varaþingmaður þeirra fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, og sat sem slíkur á þingi 2005 og 2008.

Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar

Í kosningabaráttunni 2013 báru okkur margir á brýn, að stefnuskráin væri of almennt orðuð og ekki nógu konkret. Vera má að það sé rétt -- en markmiðið á sínum tíma var að stefnuskráin væri bæði stutt og hún gæfi tóninn fyrir stefnuna, frekar en að vera mjög ítarleg. Jæja, nú er hún komin, skráin sem svarar spurningunum sem brunnu á vörum ykkar, kæru landsmenn:

4 ára áætlun

Alþýðufylkingarinnar


mbl.is Alþýðufylkingin gefur út stefnuskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víst trúverðug stefna frá kapítalísku bankakerfi

Íslend­ing­ar eru nú í þeirri stöðu að geta ákveðið hvernig þeir vilja hafa banka­kerfið í framtíðinni og sagt stopp við því að hrein kapí­talísk hugs­un og banka­kerfið sé alls­ráðandi í stjórn­kerf­inu hér á landi. Samt sem áður hef­ur eng­inn stjórn­mála­maður eða fram­bjóðandi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í haust komið með trú­verðuga stefnu í þess­um mál­efn­um. Þetta sagði Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill í þætt­in­um Viku­lok­um á Rás 1 í dag.

Hér varð Andrési á í messunni. Alþýðufylkingin er nefnilega með trúverðuga stefnu um að félagsvæða fjármálakerfið, en með því eigum við reyndar ekki bara við bankakerfið, heldur líka lífeyrissjóðina og tryggingafélögin. -- Félagsvæðing fjármálakerfisins er raunar leiðarstefið í stefnuskrá okkar og lykillinn að farsæld þjóðarinnar. Með félagsvæðingu eigum við andstæðuna við markaðsvæðingu, þ.e. ekki bara opinberan rekstur, heldur að viðkomandi starfsemi sé ekki rekin í gróðaskyni heldur sem þjónusta við fólkið í landinu. Þannig ætti að reka fjármálastarfsemina, tilgangur hennar á að vera að bjóða almenningi hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur með fjármálastarfsemi í landinu.

Lykilatriði er að öll fjármálastarfsemi verði félagslega rekin svo hún hætti að soga til sín stóran hluta verðmæta úr hagkerfinu til ágóða fyrir fámennan minnihluta.

Lesið: Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar.

 


mbl.is Geta sagt stopp við bankakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband