Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Í Framsókn

Það var nefnilega það. Biggi er þá greinilega genginn úr Samstöðu, þar sem hann var kosinn formaður fyrir sléttum fimm árum síðan.

Hvað fær einhvern til að haga sér svona? Ofbýður ástandið í þjóðfélaginu og ákveður því ... að ganga í Framsóknarflokkinn. Skil ekki svona hugsun.


mbl.is Biggi lögga í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þá stefnubreyting

Þegar VG voru í ríkisstjórn rifu þau niður velferðarsamfélagið og heilbrigðiskerfið. Skólarnir sátu á hakanum og stóriðjustefnunni var haldið áfram -- meira að segja reynt að leggja rafmagnssæstreng til Skotlands, sem hefði kostað stórslys í umhverfismálum og raforkuverði til þjóðarinnar. Þau hafa ekki farið í neitt uppgjör við þessi ár, þvert á móti hljómar málflutningur þeirra oft eins og trúvörn. Lærð utanbókar. Hvers vegna ætti einhver að trúa því að VG muni leiða einhverja stefnubreytingu núna?


mbl.is Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

46% svarhlutfall

Þessi skoðanakönnun er fullkomlega ómarktæk.

Ekki fleiri orð um það.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elías Davíðsson kynnir rannsóknir sínar í kvöld

Elías Davíðsson, fræðimaður og rithöfundur, talar á fundi Alþýðufylkingarinnar í Friðarhúsi Elías Davíðssonkl. 20:00 fimmtudagskvöldið 31. ágúst. Hann mun þar kynna rannsóknir sínar og bækur um hryðjuverk og hvernig valdamikil öfl nota þessa "ógn" í pólitískum tilgangi.

Elías er búsettur í Þýskalandi hefur um árabil fengist við rannsóknir og skrif um hryðjuverk, einkum með falinni aðkomu ríkja -- m.a. herja, leyniþjónusta, jafnvel dómstóla -- sem leynt er bak við þéttan vef lyga og áróðurs.

Á undanförnum árum hefur hann m.a. gefið út þrjár bækur um sviðsetningu hryðjuverka:

1. Hijacking America Mind's on 9/11 (Algora Publishers, New York, 2013)
2. The Betrayal of India: Revisiting the 26/11 [Mumbai] Evidence (Pharos Media, New Delhi, 2017)
3. Psychologische Kriegsführung und gesellschaftliche Leugnung: Die Legende des 9/11 und die Fiktion der Terrorbedrohung (Zambon Verlag, Frankfurt a/M, 2017)

Fyrirlesturinn er í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 fimmtudagskvöldið 31. ágúst og byrjar klukkan 20:00.


Hestanafnanefnd

Ég man eftir grein sem ég las fyrir fáum árum, þar sem höfundurinn grínaðist með hugmyndina um að stofna dýranafnanefnd. Það var grín, og þó nokkuð fyndið. Ég hló samt meira að forsíðu Fréttablaðsins í dag, enda hélt ég um tíma að það væri fyrsti apríl.

Hestanafnanefnd. Hvaða vandamál á hún að leysa? Eru ruddaleg eða klúr eða rasísk hestanöfn útbreidd? Hefur fólk ekkert þarfara að gera við tíma sinn?


Aðeins í kapítalisma!

Það er eitt megineinkenni kapítalismans sem hagkerfis, að framleiðendur komast í hann krappan þegar framleiðslan verður of mikil -- og þá meina ég ekki meiri en þörfin, heldur meiri en svo að neytendur borgi. Því kannski borga þeir ekki vegna þess að þá vantar pening.

Nú ætla ég ekkert að gerast sérlegur talsmaður núverandi kerfis við sauðfjárbúskap. Það hlýtur að vera hægt að hanna kerfi sem þjónar bændum og neytendum (og kindum) betur. En núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að gera það, ekki frekar en allar þær borgaralegu ríkisstjórnir sem hafa komið á undan henni.

Ég skil ekki að það sé hægt að framleiða of mikið lambakjöt. Ég skil það bara ekki. Ég mundi gjarnan borða lambakjöt á hverjum degi ef ég hefði efni á því, og ég er sannfærður um að það er útbreidd löngun. Þannig að það er ekki að sjá að raunverulega vandamálið sé að framleiðslan sé of mikil.

Of mikið kjöt. Það eru ekki margar kynslóðir síðan fólk hefði hlegið að tilhugsuninni um að það væri talað um það sem vandamál að það væri of mikið kjöt.


mbl.is „Við getum ekki borgað okkur laun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga: Refsing sem virkar

Ef drjúgur hluti neytenda er mjög mótfallinn einhverri ákveðinni hegðun fyrirtækja, þá ætti að vera hægt að sveigja þau til með markvissri sniðgöngu. Dæmi: Ef neytendur vilja að brugghús virði bann við áfengisauglýsingum, og séu ekki að spila duldar bjórauglýsingar í sjónvarpinu, þá væri t.d. hægt að hafa samtök um að sniðganga hvern áfengan drykk sem er auglýstur í, segjum, þrjá mánuði. Á sama hátt: Fyrirtæki sem auglýsti á ensku gæti með því fælt frá sér kúnna. Og svo framvegis. Það kæmi við punginn.


mbl.is „Íslensk tunga aldrei í forgangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrlandsstríðið og framtíðarhorfurnar

Á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar birtist í morgun gagnmerk grein um Sýrlandsstríðið sem ber titilinn:

Bandaríkin reyna að höggva austurhluta Sýrlands af – Sýrlandsstjórn gerir gagnsókn

...Þórarinn Hjartarson, stálsmiður á Akureyri, þýðir greinina og ritar inngang að henni.


"Fordæmum nýjustu árás Bandaríkjanna á Sýrland!"

Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur og stálsmiður á Akureyri skrifar á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar:

Fordæmum nýjustu árás Bandaríkjanna á Sýrland!

 
 

Beinar aðgerðir virka

Ég vil óska þeim til hamingju, sem lokuðu veginum um Berufjörð á dögunum. Auðvitað hlaut ríkisvaldið að gefa sig. Hvað átti það að gera annað?

Lærdómurinn: Beinar aðgerðir virka betur en aumar afsakanir stjórnmálamanna. Munið það.


mbl.is 1200 milljónir til viðbótar til vegamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband