Innflytjendavandamál?

Það eru auðvitað ákveðin vandamál sem þarf að leysa, en þau eru fæst innflytjendum sjálfum að kenna. Stórt vandamál er brottfall barna innflytjenda úr skólum. Það stuðlar að því að innflytjendur verði sem slíkir ný undirstétt. Skólakerfið þarf að þjóna öllum - það eru hagsmunir allra að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess en séu ekki látin gjalda þess. Það á að vera einstaklingnum og samfélaginu öllu styrkleiki, en ekki veikleiki.

Lög um keðjuábyrgð eru mjög mikilvægt réttindamál á vinnumarkaði. Og þótt innflytjendur og farandverkafólk fái kannski meiri réttarbót af þeim, eru það samt hagsmunir samfélagsins alls að það sé ekki hægt að níðast á fólki sem á undir högg að sækja, t.d. vegna tungumálaerfiðleika eða erlends ríkisfangs. Ef það er hægt, skapar það félagsleg undirboð sem grafa undan kaupum og kjörum allra. Það sem við skömmtum öðrum verður á endanum líka skammtað okkur.

Það á að stofna þjónustustofnun þar sem aðflutt fólk hefur bakhjarl, sama hvort það er innflytjendur, flóttamenn eða farandverkafólk -- stofnun sem þjónustar fólk, sér því fyrir túlkaþjónustu og íslenskukennslu og fylgir því eftir að allir þekki réttindi sín og skyldur sínar.

Ef allir eiga að njóta góðra lífskjara, þurfa nefnilega allir að njóta góðra lífskjara.


mbl.is Snýst um fólk ekki vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ákvörðun hjá þeim

Það er ekki hægt að neita því, að þeir hafa rétt fyrir sér, þessir herramenn, sem kalla forystu Íslensku þjóðfylkingarinnar öllum illum nöfnum. Og ef aðrir í forystu flokksins kalla tvímenningana öllum illum nöfnum á móti, má segja að hvorir hafi nokkuð til síns máls. Þannig að verði þeim bara að góðu.

Það er auk þess hárrétt ákvörðun hjá Gústaf og Gunnlaugi að gera þetta á þessum tímapunkti, ef það skyldi verða til þess að ónýta framboð þessa flokks, sem hefur enga sérstöðu meðal flokka aðra en mannfyrirlitninguna, og á ekkert erindi í íslensk stjórnmál nema þá með neikvæðum formerkjum.

Klofningur þessi er kærkomin viðbót við aðrar fréttir af kosningabaráttunni.


mbl.is Draga framboð sín til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband