Benedikt lætur eins og Alþýðufylkingin sé ekki til

Bene­dikt Jó­hann­es­son ... sagði aðra flokka setja fram kosn­ingalof­orð sem kosti allt frá 100 til 200 millj­arða án þess að tala sér­sta­kega um fjár­mögn­un. Mark­miðið Viðreisn­ar væri að lífs­kjör á Íslandi yrðu sam­bæri­leg við ná­granna­lönd­in og til þess yrði að lækka vaxta­kostnað.

Alþýðufylkingin hefur háleit markmið fyrir komandi kjörtímabil. Ég gef mér að Benedikt, og margir aðrir muni telja kosningastefnuskrá okkar með í kategóríunni "kosningaloforð", þótt hún sé reyndar frekar samhengi baráttumarkmiða fyrir kjörtímabilið, sem við munum ekki uppfylla fyrir fólk heldur taka þátt í að berjast fyrir.

En okkar markmið fela í sér geysilega mikla uppbyggingu á innvðum samfélagsins, þar sem segja má að ekkert sé til sparað. En ólíkt svo mörgum höfum við einfalt svar við því, hvaðan peningarnir eiga að koma: frá fjármálaauðvaldinu. Á meðan bankakerfið tekur sér arð sem minnir helst á fjárlög íslenska ríkisins, þá skal enginn segja mér að það séu ekki til nógir peningar í þessu landi.

Félagsvætt fjármálakerfi býður fjármálaþjónustu án vaxta. Það getur gert það vegna þess að það er ekki sjálft fjármagnað með lánsfé, heldur er það fjármagnað með samfélagslegu eiginfé. Með öðrum orðum: Í stað þess að leigja peninga, þá skiptumst við á um að nota þá. Sparnaðurinn dugar til að margborga allar þær umbætur sem þörf er á.

Þau tala um að lækka vaxtakostnað. Sá sem styður það ætti frekar að kjósa Alþýðufylkinguna. Hún vill útrýma vaxtakostnaði.

 


mbl.is Viðreisn sýnir spilin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband