Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Þetta var að koma fyrir sjónir almennings:

Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar Reykjavíkurkjördæmi norður haustið 2016. Vésteinn er fæddur 1980 og hefur starfað sem stuðningsfulltrúi á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi síðan 2001. Vésteinn er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands (BA 2005). Sambýliskona hans er Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, stjórnmálafræðingur.
 
Vésteinn hefur lengi verið virkur í félagsstörfum og stjórnmálum, m.a. í Félaginu Íslandi-Palestínu, Samtökum hernaðarandstæðinga, Vantrú, Rauðum vettvangi og er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Vésteinn ritstýrði vefritinu Eggin.is frá 2003 til 2008. Vésteinn hefur verið trúnaðarmaður SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu á Kleppsspítala síðan 2006.
 

Bloggfærslur 22. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband