Víst trúverðug stefna frá kapítalísku bankakerfi

Íslend­ing­ar eru nú í þeirri stöðu að geta ákveðið hvernig þeir vilja hafa banka­kerfið í framtíðinni og sagt stopp við því að hrein kapí­talísk hugs­un og banka­kerfið sé alls­ráðandi í stjórn­kerf­inu hér á landi. Samt sem áður hef­ur eng­inn stjórn­mála­maður eða fram­bjóðandi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í haust komið með trú­verðuga stefnu í þess­um mál­efn­um. Þetta sagði Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill í þætt­in­um Viku­lok­um á Rás 1 í dag.

Hér varð Andrési á í messunni. Alþýðufylkingin er nefnilega með trúverðuga stefnu um að félagsvæða fjármálakerfið, en með því eigum við reyndar ekki bara við bankakerfið, heldur líka lífeyrissjóðina og tryggingafélögin. -- Félagsvæðing fjármálakerfisins er raunar leiðarstefið í stefnuskrá okkar og lykillinn að farsæld þjóðarinnar. Með félagsvæðingu eigum við andstæðuna við markaðsvæðingu, þ.e. ekki bara opinberan rekstur, heldur að viðkomandi starfsemi sé ekki rekin í gróðaskyni heldur sem þjónusta við fólkið í landinu. Þannig ætti að reka fjármálastarfsemina, tilgangur hennar á að vera að bjóða almenningi hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur með fjármálastarfsemi í landinu.

Lykilatriði er að öll fjármálastarfsemi verði félagslega rekin svo hún hætti að soga til sín stóran hluta verðmæta úr hagkerfinu til ágóða fyrir fámennan minnihluta.

Lesið: Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar.

 


mbl.is Geta sagt stopp við bankakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband