Einn turn í stórum Legókastala

Danski herinn er ekki hannaður til þess að verja Danmörku. Varnarmálastefna Danmerkur, ef varnarmálastefnu skyldi kalla, gengur út á að vera með í Nató. Danski herinn er þess vegna hannaður til þess að virka sem hluti af her Nató. Þeir taka þátt í öllu hernaðarbrölti Nató og Kanans, í Afghanistan, Írak o.s.frv. og ætlast að sjálfsögðu til að Nató komi þeim til hjálpar þegar Sovétrikin ráðast á þá, nú eða þá ef Þriðja ríkið kemur aftur.

Núna ætla ríkisstjórnin og þingið að kaupa einar 30 orrustuþotur, feiknalega dýr vopn sem verður beitt gegn hirðingjum og börnum þeirra og búsmala, hinumegin á hnettinum, sem teljast ógn við þjóðaröryggi.

Hægripopúlistar segja stundum að það eigi ekki að eyða peningum í þróunarhjálp ef það er til fátækt í manns eigin landi - eins og þtta tvennt útiloki hvort annað - en sjaldan er því mótmælt að tugmilljörðum á tugmilljarða ofan sé ausið í herinn, þótt velferðarkerfið gæti notað peningana hundrað sinnum eða þúsund sinnum betur.


mbl.is Danski herinn „lítill kassi af Lego-kubbum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eru það "hirðingjar og börn þeirra" sem ráðast á og drepa danska friðargæsluliða? Var það ekki annars Kaninn, kommúnistabaninn, sem bjargaði lífi afa þíns? Mér er bara spurn? Er ekkert þakklæti til í erfðaefni íhaldsgemlinga?

Þoturnar dönsku verða m.a. notaðar til að brjóta á bak aftur félaga þína í ISIS. Andlegur leiðtogi þeirra var einu sinni meðlimur í Múslímska Bræðralaginu, en eins og alþjóð veit, þá sóttir þú einmitt "Friðarráðstefnu"smile Múslímska Bræðralagsins í Kaíró árið 2008. Kannski væri verðugt verkefni fyrir PET að fylgjast með þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.12.2014 kl. 12:07

2 identicon

Sæll á ný Vésteinn - sem og aðrir gestir þínir !

Vésteinn !

Mátti til: að leiðrétta eina ambögu þína, hér að ofan.

Sem betur fer - OG ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ - liðaðist óskapnaður Sovétsins í sundur árið 1991 / og til varð hið gagnmerka Rússneska Sambandslýðveldi m.a.

Svo - til haga skyldi halda.

Að sönnu - rétt lýsing þín, á hlutverki Danska Hersins, aftur á móti.

Og - svo eru Danir innvinklaðir í Fjórða ríkið (ESB): arftaka þess Þriðja, hjá bölvuðum Þjóðverjunum Vésteinn minn.

Danir höfðu víst: gleymt þeirri niðurlægingu / sem þeim var sýnd í Slésvíkur- Holstein stríðinu árið 1864, ágæti drengur.   

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 15:05

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Vilhjálmur, ég nenni ekki að eyða orðum í þig í bili, sem eyðir athugasemd minni af færslu þinni "Jólaball Vantrúar" ( http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1555704/ ), svarar með tómum skætingi, í bland við illmælgi, dylgjur og dónaskap - og lokar ofan í kaupið fyrir athugasemdir.

Óskar, Sovétríkin voru búin að vera dauð í mörg ár áður en þau voru leyst formlega upp. Svipað og Brésnéff, en menn sögðu um hann að hann hefði verið látinn síðustu árin sem hann var á valdastóli. "Brésnéff er dáinn, en líkami hans lifir áfram" grínuðust menn, og sneru út úr slagorðinu "Lenín er dáinn, en andi hans lifir áfram".

Vésteinn Valgarðsson, 27.12.2014 kl. 18:55

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það eru hvorki illmælgi né dylgjur að upplýsa, að þú varst á "friðarráðstefnu" með Múslímska Bræðralaginu árið 2008 að tala um eyðingu Ísraelsríkis. Líklega hefur þú líka farið á kostum í Árósi, hjá andlegum jafningjum þínum, þegar þú sagðir frá búsáhaldabyltingunni : http://www.arbejderen.dk/kalenderopslag/isl%C3%A6nding-taler-om-krisen-i-island. Mér er sagt að það hafi verið fullt út úr dyrum.surprised

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.12.2014 kl. 20:40

5 identicon

Sælir - sem fyrr !

Vilhjálmur !

Illt er - ef satt reyndist / að knár síðuhafi Vésteinn: léti sjá sig í námunda við Múhameðska packið - óorð eitt: sem af slíku hlýzt, enda er það lið sömu skítseyðin og Kommúnistar og Nazistar, sem kunnugt er.

Ekki treystandi fyrir næsta horn - hvað þá: hið þarnæsta.

Vésteinn !

Alveg gæti hugsazt - að Bréneff hafi verið gangandi Múmía / síðustu ár sín - og jafnvel upptrekktur eða þá haldið gangandi með Rafrænum hætti, Helvízkum.

Með þeim sömu kveðjum - sem hinum fyrri /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 20:54

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þessi fyrirlestur um Búsáhaldabyltinguna var býsna vel heppnaður, já, þótt ég segi sjálfur frá.

Vésteinn Valgarðsson, 28.12.2014 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband