Cui bono?

Nú veit ég ekkert hver var þarna að verki, en það er gjarnan hollt að spyrja sig hver hagnist á voðaverkum. Ég sé ekki annað en þetta komi Pútín illa. Lætur hann líta illa út og vekur auk þess athugli á þessum mótmælum gegn honum.


mbl.is Ber öll einkenni leigumorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hlýtur auðvitað að vera CIA? Hmmm...

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2015 kl. 16:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Og ef til vill er það akkúrat spuninn sem Putin og félagar vissu að mætti taka og setja fram?

Útreiknuð áhætta.

Þannig má "spinna" þessu öllu í hringi.

Og án efa á fjöldinn allur af samsæriskenningum eftir að koma í ljós. Í þeim iðnaði standa heldur engir framar fyrrum vinnustað Putins.

G. Tómas Gunnarsson, 28.2.2015 kl. 16:51

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst traustvekjandi að Pútín skuli annast rannsókn málsins sjálfur ;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2015 kl. 18:06

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Á móti kemur að Pútín er laus við Þránd í Götu og hrollur hlýtur að fara um þá sem hafa og hafa hugsað sér að gagnrýna hann. Gaman væri að heyra hver græðir meira á þessu en Pútín og hvort síðuhafi sé með hugmyndir um hver gæti hér hafa verið að verki, því eins og hann bendir á vitum við það ekki fyrir víst ennþá og sennilega aldrei.

Wilhelm Emilsson, 28.2.2015 kl. 18:49

5 identicon

Höfundur bloggsins er alveg "bang on", eins og þeir segja í útlöndunum.
Gamlir góðir Kremlarkommar hefðu einfaldlega sagt að þetta væri furðulegt sjálfsmorð hjá Nemtsov.

Og auðvitað getur þetta ekki hafa verið Putin. Það er náttúrulega svo, að það er ákaflega erfitt fyrir karlgreyið að sjá á eftir sínum helstu andstæðingum í gröfina.
Ég meina, hvað ætli Putin geri þegar allir hans óvinir eru dauðir?
Segja af sér?

Hilmar (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 19:00

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér á ekki að rita: qui bono, Vésteinn, heldur cui bono.

Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 19:25

7 identicon

Sæll Vésteinn - sem og aðrir gestir þínir !

Þorsteini Siglaugssyni: sem og G. Tómasi Gunnarssyni er tamt mjög / að falla í Kaldastríðs flór þeirra Styrmis Gunnarssonar og Björns Bjarnasaonar, í stað þess að gera einfaldlega ráð fyrir, að drápið á Nemtsov kæmi V.V. Pútín fremur illa, heldur en hitt - í baráttu hans gagnvart Vestrænum Heimsvaldasinnum. þessi misserin.

Afar vandræðalegt: öllum þeim, sem reyna að klína Sovézka mynstrinu upp á Pútín og hans fólk:: ekki hvað síst í ljósi þeirrar staðreyndar, að Pútín kappkostar endurreisn fornra Rússneskra gilda - sem til urðu við stofnun Garðaríkis Rúriks Hersis (862 - 879), sem og annarra arftaka hans, allt að upphlaupi Bolzévíka skrattanna og áhangenda þeirra, árið 1917.

Og - minnist þess allir: Þorsteinn / G. Tómas og Heimir Fjeldsted auk annarra ýmissa, að það voru Vestrænir kratar og þesskonar lýður, sem lyftu óþverranum Lenín á sinn stall, forðum.

Það er hinsvegar rétt - hjá Wilhelm Emilssyni; að seinleg geti orðið, uppvísunin að, hverjir stóðu fyrir drápi Nemtsovs, svo sem.

Véteinn !

Viðurkennum báðir - ofurþekkingu Jóns Vals fjölfræðings, á hinni merku Latnesku tungu: umfram okkur báða - sem margra annarra, þó svo ég sé í stopulum tíma að reyna að stauta mig í gegnum Occítanskan (Próvenzalskan) teksta Trúbadora 11. - 14. alda (Katalóníu - Suður- Frakklands og Lígúríu á Ítalíu), öðru hvoru, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og áður / 

       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 22:15

8 identicon

Afsakið / meinlegar ritunarvillur texta míns: hvar ég er full sparsamur á lýsinguna við lyklaborðið, sum kvöldsetrin.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 22:20

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bara strax búið að fordæma, og það án óháðrar stríðsglæpadóms-rannsóknarniðurstöðu?

Sér fólk ekkert athugavert við það, hvernig Páfastýrðir Alþjóðabankaræningjar Úkraínuhertökuliðanna spila fréttalygar fjölmiðla vesturlanda, á marklausu hraðspólandi múgæsingsbulli?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.2.2015 kl. 23:07

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Good for you, Óskar Helgi, að lesa occitönsku. smile

Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 23:48

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjálfur skrifa ég athss. hér (þar til þær eru nánast sjálfkrafa þurrkaðar út, nema ég standi mig alveg rosalega vel í sjálfsritskoðun á þessum ofurlíberal-leftista-blaðs-vef): http://www.theguardian.com/commentisfree/2015/feb/27/gay-marriage-referendum-irish-history-catholic-church#comment-48218129

Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 23:51

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Eins og Óskar mælir með, þá viðurkenni ég ofurþekkingu Jóns Vals á latneskri stafsetningu og leiðrétti hér með titilinn á þessari bloggfærslu.

Vægðarleysi hefur verið einkenni á rússneskum stjórnmálum a.m.k. frá bronsöld og mörgum trúandi til margs, svo ég orði það varlega. Um sekt eða sakleysi ætla ég ekki að segja annað en að ég veit ekki hver stóð að þessu og trúi ekki spunarokkum heimsvaldapressunnar neitt frekar en Pútín & Co.

Vésteinn Valgarðsson, 1.3.2015 kl. 02:29

13 Smámynd: Ármann Birgisson

Pútín er enginn heimskingi að láta drepa vinsælan stjórnarandstæðing til þess eins að skemma fyrir sjálfum sér,það hlýtur hver heilvita maður að sjá.

Ármann Birgisson, 1.3.2015 kl. 12:37

14 identicon

Sæll Vésteinn 

Cui bono?

Já góð spurning , nú hann Gorbachev karlinn er EKKI á því að Putin standi á bakvið morðið eins og allur áróður bandarískra neocone fjölmiðla gengur út á í dag, sjá hérna: 

Mikhail Gorbachev: Assassination Of Boris Nemstov Is A False Flag

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 22:18

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þorsteinn, Tómas, Wilhelm, Hilmar, það er kannski klisja að segja að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið í stríði, en það er jafn satt fyrir því. Áróðurinn í kring um þetta Úkraínustríð er gríðarlegur, og þótt Rússar reki vissulega sinn áróður, er áróðurinn í vestrænum fjölmiðlum síst skárri. Hann er lúmskari, ef eitthvað er, því við erum svo vön honum að við tökum ekki eftir honum. Vestrænir stjórnmálamenn og fjölmiðlar eru ekkert heiðarlegri eða göfugri en kollegar þeirra í öðrum löndum.

Hver var að verki? Ég ætla ekki að fara út í einhverjar bollaleggingar sem ég hef engar forsendur fyrir. Læt nægja að segja að það er til nóg af annarlegum öflum sem stunda sannanlega "false flag"-glæpi, -hryðjuverk eða -hernaðaraðgerðir, hafa oft gert það og eiga oft eftir að gera það aftur.

Vésteinn Valgarðsson, 5.3.2015 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband