Mættu vera margfalt fleiri, en...

Ísland er, þrátt fyrir allt, eitt ríkasta land í heimi. Við gætum auðveldlega tekið við margföldum þeim fjölda flóttamanna sem við gerum, og þar af leiðandi ættum við að gera það. Það ætti að líta á það sem góðan árangur, já, sem sigur, að hjálpa sem flestum bágstöddum.

Það er auvirðilegt að stilla flóttamönnum upp sem andstæðu við skjólstæðinga íslenska velferðarkerfisins. Þetta er ekki annað-hvort-eða spurning, heldur eru kjör öryrkja og aldraðra tekin í gíslingu með slíku tali. Útgjöld til velferðarmála eru ekki föst stærð, heldur pólitískt ákveðin. Þannig væri nærtækara að draga öryrkja og aldraða inn í umræðuna um arðgreiðslur banka eða útgerðarinnar.

Aðalatriðið er samt orsökin fyrir því að allt þetta fólk hrekst á flótta. Finnst einhverjum skrítið að barnafólk flýi undan dauðasveitum ISIS? Finnst einhverjum það vera léttvæg ástæða?

Þá má halda því til haga að Ísland hefur stutt nánast hvern einasta hernaðarleiðangur Nató og Vesturveldanna undanfarna áratugi. Það hefur afleiðingar, og því fylgir ábyrgð. Það vill enginn að milljónir manna séu á flótta. Á skal að ósi stemma: Ísland á að hætta að styðja árásarstríð og fara að beita sér fyrir friði í heiminum. Það væri gagn í því.


mbl.is 82 fengu hæli á Íslandi í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað! Við eigum nóg af öllu hérna. Taka inn lágmark svona 2000 á ári. Húsnæði? ja það reddast. Vinna? ja það reddast. Sjúkrahús og skólar? það reddast öruglega lika. Nú og ef þarna slæðast með nokkrir öflugir nauðgarar og terroristar þá leysum við það með ást og friði ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 18:27

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki þennan barlóm. Þetta er fólk í neyð. Auk þess eru þetta ekki eintómir ómagar. Það er vel hægt að hýsa fólkið ef menn vilja. Ef menn vilja. Ef menn kæra sig um það.

Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2016 kl. 22:01

3 identicon

Sæll.

Þú svarar í engu athugasemd Ólafs. Þú segir bara ekki þennan barlóm en kemur ekki með nein efnisleg svör. Hvers vegna? Getur þú ekki svarað honum málefnalega?

Svo er nokkuð merkilegt að þú skulir ekki vita það sem vel lesið fólk veit um þessa flóttamenn: Stór hluti þeirra er rétt rúmlega læs og því ófær um að sinna flóknum störfum. Við hvað á þetta fólk að vinna? Samfélagsgerð á Vesturlöndum er með öðrum hætti en í hinum íslamska heimi. Þú heldur kannski, eins og Angela Merkel í barnaskap sínum, að allir þessir flóttamenn verði kennarar og læknar framtíðarinnar í Þýskalandi. Það er alrangt og ekkert annað en óskhyggja. Annars ættir þú ekki að trúa mér varðandi menntunarstig þessara flóttamanna, kíktu í tölur um menntun í þessum löndum og þá muntu sjá að menn eru bara að byggja skýjaborgir ef menn halda að þetta fólk muni auðveldlega ganga í hvaða störf sem er.

Prófaðu að horfa á þetta:

https://www.youtube.com/watch?v=33DL00rXYVY

Hvað stendur svo í súru 4:11? Hvað finnst þér um súru 9:29?

Hvað segir í Abu Dawud 11:2142?

Hvað er kafir? Hvað segir t.d. í súru 3:28 og 47:4 :-)  Hvað er jizya?

Veistu þú t.d. hve stór hluti múslima í Evrópu er á einhvers konar velferðarbótum?

Ef þú vilt hjálpa flóttamönnum ættir þú persónulega að láta fé af hendi rakna úr þínum eigin vasa í stað þess að ætlast til þess að aðrir borgi fyrir þín áhugamál. Svo skaltu fara að skrifa mörg afsökunarbréf til þeirra kvenna sem eiga eftir að þoka óviðeigandi framkomu og meðferð af hálfu flóttamannanna. Vinstri menn, þrátt fyrir fögur orð um hið gagnstæða, bera enga virðingu fyrir konum og er alveg sama um þær fyrst þeir sjá ekkert athugavert við að læra ekki af sögunni og flytja inn fólk sem ber afar litla virðingu fyrir konum.

Það væri miklu heiðarlegra af þér að segja bara strax að þér sé sléttsama um konur og að þú viljir að aðrir borgi fyrir þín hugðarefni (að taka við flóttamönnum).

Ein spurning undir lokin: Hvaða hafa auðug lönd eins og t.d. Sádí-Arabía og Katar tekið við mörgum flóttamönnum? 

Helgi (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband