Munurinn á konungi og forseta

Að þetta vald eins manns sé arfleifð frá konungdæminu er rétt hjá Helga, svo langt sem það nær, en það er augljós grundvallarmunur: Forsetinn er kosinn. Meira að segja í beinni kosningu. Hann er þess vegna handhafi umboðs frá fólkinu, sem konungur getur aldrei orðið.

Það mætti ýmsu breyta við forsetaembættið og engin leið hin eina rétta. Það er samt enginn verulegur galli á embættinu sem slíku í stjórnsýslu landsins. Ef mönnum er í nöp við Ólaf Ragnar, þá er við íslenska kjósendur að sakast.

Persónulega fyndist mér eðlilegast að sameina embætti forseta og forsætisráðherra í eitt og aðskilja framkvæmdarvald og löggjafarvald. Þingræði styrkir ekki þingið, heldur veikir það gagnvart framkvæmdarvaldinu.


mbl.is Helgi Hrafn: Vill breytt hlutverk forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt hjá Helga.  Þetta er bein yfirfærsla frá konungi í skránni fyrir 1944.  

Forseti ræður sjálfur hvort hann bregst við eða ekki.  Þetta er nákvæmlega það sama og konungur hafði fyrrum.

Það að hann sé kosinn breytir engu að þessu leiti.  Enda er ekki einu sinni gert ráð fyrir að meirihluti þurfi að kjósa hann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2016 kl. 14:14

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég sagði það í færslunni, að það væri rétt hjá Helga. Að hann sé kosinn breytir öllu um eðli embættisins. Hitt er annað mál, að það þarf líka að breyta kosningakerfinu.

Vésteinn Valgarðsson, 29.4.2016 kl. 14:54

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Munurinn á konungi og forseta er sá, að konungurinn er lífnauðsynlega almættisorkan ósýnilega, og forsetinn er í hjarta hvers tjáningarfrjáls og stöðugt aðhalds-gagnrýnandi frelsiskosningabærs einstaklings.

Kannski svolítið of mikil einföldun hjá mér, en þó staðreynd að stórum hluta til. Hver og einn á eftir fremsta megni að bera ábyrgð á sinni sjálfstæðu og lýðræðisréttlátt upplýstu skoðun hjartans.

Lýðræði byggist á einstaklinganna hjartans skoðunum lýðsins fjölbreytilega. Einungis á raunverulegu upplýstu lýðræði byggjum við frið og velferð í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2016 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband