Lýðræðislega lýðveldið Kongó

Fréttin talar um kjörskrá í "Lýðveldinu Kongó". Með henni er mynd af Joseph Kabila, forseta Lýðræðislega lýðveldisins Kongó (e. Democratic Republic of the Congo). Landið við hliðina á því landi heitir (á ensku) "Republic of the Congo", oft kallað Kongó-Brazzaville, eftir höfuðborginni.

Fyrir nokkrum árum flutti Mbl.is frétt af því að skotið hefði verið á skipalest Kabila forseta í Kóngó. Í ensku fréttinni stóð "convoy" -- sem þýðir líka bílalest, en það var einmitt bílalest forsetans sem var skotið á.

Hvað er þetta með Mbl.is og þýðingar sem tengjast Kongó?


mbl.is Vill seinka kosningum í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Svarið er einfalt.:

Ömurleg fréttamennska

Halldór Egill Guðnason, 22.8.2016 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband