Marktækar tölur?

Neðst í fréttinni er hlekkurinn "nánar". Sé hann opnaður er ekki að sjá að MMR segi hvert svarhlutfallið var í könnuninni. Það kemur fram að 905 hafi svarað, en ekki hve margir hafi ekki svarað. Þetta skiptir máli. Allir sem vita eitthvað um skoðanakannanir vita, að lágt svarhlutfall gefur ómarktæka niðurstöðu. Einhvers staðar milli 55% og 65% er krítískur punktur, þar sem svörin fyrir neðan eru einfaldlega ekki þess virði að lesa þau. Það er þess vegna góð regla að taka ekki mark á skoðanakönnunum þar sem kemur ekki fram að svarhlutfallið sé að minnsta kosti tæplega 60%.

Meðal annarra orða, þá er Alþýðufylkingin að koma sterk inn.


mbl.is Píratar og Sjálfstæðisflokkur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vésteinn.

Án þess að ég vilji vera mjög leiðinlegur, þá er það bara þannig að alþýðu eitthvað nær engum árangri, jafnvel þó í óáran eða hungursneið sé um að vera, ef skoðanakannanir, eða túlkun þeirra er áhersluatriði, fjölmiðlaathygli, eða eitthvað sem menn hafa á orði.

Slíkt er ekki einu sinni stofukommúnismi, naflaismi, eða eitthvað sem hugsanlega getur fengið fólk til að kjósa, að velja, að vera valkostur.

Í heimi sem hinir Örfáu ráða öllu, og það besta sem hægt er að segja um núið, að það sé á heljarþröm, þá hlýtur eitthvað sterkara að liggja á hjarta.

Það er jú fyrirhöfn að bjóða fram valkost.

Og bylting býr að sannfæringu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2016 kl. 17:00

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sæll, Ómar. Ég meinti nú ekki annað með þessari færslu en það, að ég fékk ekki séð að þessi könnun væri með marktækar niðurstöður. Ef niðurstöðurnar eru marktækar, þá vantar gögnin sem sýna það: svarhlutfallið.

Vésteinn Valgarðsson, 24.9.2016 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband