"51,5% þeirra sem náðist í tóku af­stöðu"

Þegar helmingur aðspurðra svarar ekki spurningunni, þá er ekki að marka niðurstöðuna í skoðanakönnun. Hún er bara ekki marktæk. Hvað mundu hinir segja? Við vitum það ekki, en ekki er ósennilegt að það mundi breyta útkomunni verulega. Og hvað kýs þetta fólk svo, og hverjir kjósa?

Ég man eftir könnun fyrir nokkrum árum, þar sem fólk var líka spurt hvað það hefði kosið síðast. Svörin við því voru verulega frábrugðin niðurstöðu þeirrar kosningar sem þá var spurt um. Það segir sitt um skekkjuna.

. . . . . . .

 

Hins vegar mæli ég með því að fólk kíki á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar. Þar má m.a. líta framboðslistann í Reykjavík norður og í Norðausturkjördæmi, auk oddvitans í Suðausturkjördæmi.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er nefnilega málið þessar kannanir eru mikiðtil marklausar

Valdimar Samúelsson, 28.9.2016 kl. 23:24

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Af þeim sem 51,5% sem svöruðu ætluðu t.d. 0.0% að kjósa Alþýðufylkinguna, niður um 0.6%, og 1.5% Þjóðfylkinguna, upp um 0.8%. Það hlýtur að gefa okkur einhverjar vísbendingar, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 28.9.2016 kl. 23:51

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skoadanakannanaruglid sem á sér stad fyrir kosningar er ordid verulega pirrandi og allt ad thví ótholandi. Fjölmidlar tyggja á thessum fjanda, daginn út og daginn inn, rétt eins og ekkert annad sé ad frétta. Varla ad kjósendur fái einu sinni ad fylgjast med thví hvad their sem í frambodi eru hafa upp á ad bjóda, eda kynna sig. Endalausum andskotans skodanakönnunum skal hampad og halda á lofti, alveg sama hve ómarktaekar thaer eru. Fyrirfinnst varla málefnaleg umraeda lengur í fjölmidlum, enda flóra hérlendra frétta og bladasnápa ein sú fátaeklegasta og hugmyndasnaudasta sem uppi hefur verid, ad of stórum hluta.

Afsakadu blásturinn, síduhafi gódur, en mér blöskrar thessi ósómi.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.9.2016 kl. 04:43

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki nægilega nákvæmlega greint fr´því í Fbl. hvernig könnunin var framkvæmd eða það er ekki útlistað nákvæmlega grunntölur sem þarf að hafa.  Þeir segja það sé 83% svarhlutfall og þá miðað þeir við þá sem náðist í.

Erfitt að átta sig á tölunum þarna og þetta rýrir trú fólks á könnunum að vera með svona losaraleg vinnubrögð, að mínu mati.

Þetta er svo amatörlegt hvernig fram er sett í Fbl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2016 kl. 09:02

5 identicon

Að mínu mati er þetta ekki nein könnun, það er bara verið að ljúga upp fylgi sjálfstæðisflokksins. Að því er virðist til að ná fylgi þeirra sem lítið nenna að spá í pólitík og þeir eru margir og eftir miklu að slægjast.

Ég var einu sinni að vinna hjá útgerðarmanni sem sagði:" Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn. En ef ég mundi kjósa hann núna, myndi það jafngilda því að kona myndi kjósa nauðgarann sinn."

Ég veit að það eru margir sem geta tekið undir þessi orð núna.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 10:56

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Við getum líklega gert ráð fyrir að þessir 48.5% raðist ca svipa niður.  Svona lagað fellur undir vissa óvissu - þess vegna eru venjulega gefin skekkjumörk.

Tölfræði, ekki nákvæm vísindi.

Og ekki samsæri heldur, eins og tveir síðustu ræðumenn vilja meina.

Með fréttinni fylgir afar sniðugur fídus þar sem hægt er að fletta upp konnunum langt aftur.  Með því að skoða þær getur þú dundað þér við að reikna skekkjumörkin.

Meðaltalið af öllum þessum könnunum er ~80-90% niðurstaðan sem við getum búist við að loknum kosningum.

Stefnuskrá alþýðufylkingarinnar fer svo satt að segja fyrir ogan gað og neðan hjá mér, ekki veit ég til dæmis hvað ég á eiginlega að halda um gullkorn eins og þetta:

"Stemma skal stigu við of mikilli samþjöppun og einokun í landbúnaði og ferðaþjónustu sem getur valdið óhóflegri ofníðslu á landi."

Hvar get ég einu sinni byrjað?

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2016 kl. 16:37

7 identicon

Það var mun minni þátttaka í svokallaðri þjóðaratkvæðisgreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs um nðýja stjórnaskrá, en samt góla margir að sú gallaða atkvæðagriðsla hafi verið marktæk og heimta að farið sé eftir þeim niðurstöðum.

Mikið er það ómerkileg stjórnarskrártillaga ef það nægði að leggja fyrir kjósendur fjórar spurningar, helst spurningar sem flestir ef ekki allir mundu játa en sleppa þeim spurningum sem deilt gæti verið um.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband