Innflytjendavandamál?

Það eru auðvitað ákveðin vandamál sem þarf að leysa, en þau eru fæst innflytjendum sjálfum að kenna. Stórt vandamál er brottfall barna innflytjenda úr skólum. Það stuðlar að því að innflytjendur verði sem slíkir ný undirstétt. Skólakerfið þarf að þjóna öllum - það eru hagsmunir allra að börn með annað móðurmál en íslensku fái að njóta þess en séu ekki látin gjalda þess. Það á að vera einstaklingnum og samfélaginu öllu styrkleiki, en ekki veikleiki.

Lög um keðjuábyrgð eru mjög mikilvægt réttindamál á vinnumarkaði. Og þótt innflytjendur og farandverkafólk fái kannski meiri réttarbót af þeim, eru það samt hagsmunir samfélagsins alls að það sé ekki hægt að níðast á fólki sem á undir högg að sækja, t.d. vegna tungumálaerfiðleika eða erlends ríkisfangs. Ef það er hægt, skapar það félagsleg undirboð sem grafa undan kaupum og kjörum allra. Það sem við skömmtum öðrum verður á endanum líka skammtað okkur.

Það á að stofna þjónustustofnun þar sem aðflutt fólk hefur bakhjarl, sama hvort það er innflytjendur, flóttamenn eða farandverkafólk -- stofnun sem þjónustar fólk, sér því fyrir túlkaþjónustu og íslenskukennslu og fylgir því eftir að allir þekki réttindi sín og skyldur sínar.

Ef allir eiga að njóta góðra lífskjara, þurfa nefnilega allir að njóta góðra lífskjara.


mbl.is Snýst um fólk ekki vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Málið er ósköp einfalt. Atvinnureksturinn leitar í þau lönd þar sem launin eru lægst og ef það sér fram á að geta flutt inn láglaunaþrælana, í stað þess að elta þá inn í þriðja heiminn, þá gera þeir það.

Verkamennirnir leita síðan þangað sem launin eru hæst, núna Norðurlöndin, ef við erum að tala um Ísland, en ég veit það af eigin reynslu að fyrirtækin á hinum Norðurlöndunum (og líka Íslandi ef út í það er farið) leitast við að ráða helst miðausturlensku og norðurafrísku farandverkamennina (í sumum tilfellum farandnauðgarana) sem verið er að sturta inn í Evrópu (eflaust að beiðni stórfyrirtækjanna fyrst og fremst) eða Austur-Evrópubúana.

Þeir vita að það er auðveldast að borga ofangreindum hópum skítalaun og svína á þeim á allan hátt. Þeir munu ekkert vera að heimta þessi leiðindi mannréttindi og efnahagslegu réttindi sem þessar frekjudollur, landar þeirra, eru alltaf að heimta.

Ég sé að þú vilt taka við öllum og það er svo sem göfugt, en eins og venjulega, þá á "ríkið" auðvitað að greiða kostnaðinn, ráða risastóran her af túlkum, þýðendum, félagsráðgjöfum, kennurum, lögreglumönnum o.s.frv. Hverjir eru ríkið? Er það ekki við, ég og þú?

The problem with socialism, is that in the end, you run out of other people's money. - Margaret Thatcher

Theódór Norðkvist, 13.10.2016 kl. 18:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Theodór og ekki gengur annað en hagvöxturinn haldist og innbyggjar hafi vinnu. Það sem er athugavert er að halda hér uppi fólki frá löndum þar sem friður ríkir,Albaníu og Makedóníu. Ennþá líða fjölmargir Íslendingar skort,fólk sem varð eignalaust í kreppunni og börn sem eru sársvöng.

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2016 kl. 02:04

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ennþá líða fjölmargir Íslendingar skort,fólk sem varð eignalaust í kreppunni og börn sem eru sársvöng.

...sem er ömurlegt, en það er líka ömurlegt að kenna einhverjum Makedónum eða Albörnum um það sem er auðvaldinu að kenna. 

Í flestum tilfellum þarf ekki annað til að "halda hér uppi fólki" heldur en að gefa því tækifæri til að vinna fyrir ser sjálft! Það er oft og tíðum allt sem þarf, leyfa fólki að búa í öruggu landi og þar sér það um sig sjálft eins og annað fólk.

Vésteinn Valgarðsson, 14.10.2016 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband