Óþolandi staða ... lögbrot?

Það var í gær haft eftir Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi að grunnskólakennarar hefðu líkast til brotið lög með því að ganga út í gær. Næsta spurning hlýtur að vera: Og hvað með það? Hvað ætlar sveitarfélögin að gera í því þegar starfsstéttin er að hruni komin, örvæntingarfull og byrjuð að segja upp í massavís -- og auk þess ómissandi?

Sveitarfélögin verða að stórhækka laun grunnskólakennara. Það er svo einfalt. Og þó fyrr hefði verið. Ef námskröfur eru stórauknar án þess að laun séu stórhækkuð, hvað heldur fólk að gerist? Kemur það í alvörunni á óvart að hrun blasi við í grunnskólum landsins?

Við hin þurfum að sýna því skilning þótt grunnskólakennarar neyðist til að grípa til óyndisúrræða í kjarabaráttunni. Meira en skilning, við þurfum að sýna þeim samstöðu. Það er hagur allra að grunnskólakennarar séu vel haldnir og að það sé eftirsótt að vera grunnskólakennari.

Við eigum hins vegar ekki að sýna því skilning ef sveitarfélögin ríghalda í sultarólina á þeim. Ábyrgð þeirra er mikil, sem standa í brúnni og stranda grunnskólakerfinu í landinu.


mbl.is Þrjátíu kennarar segja upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband