Hestanafnanefnd

Ég man eftir grein sem ég las fyrir fáum árum, þar sem höfundurinn grínaðist með hugmyndina um að stofna dýranafnanefnd. Það var grín, og þó nokkuð fyndið. Ég hló samt meira að forsíðu Fréttablaðsins í dag, enda hélt ég um tíma að það væri fyrsti apríl.

Hestanafnanefnd. Hvaða vandamál á hún að leysa? Eru ruddaleg eða klúr eða rasísk hestanöfn útbreidd? Hefur fólk ekkert þarfara að gera við tíma sinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að hestanafnanefmd???

Hér vantað nauðsynlega viðurnefnanemd og uppmefnanemd. Til dæmis gengur ekki "Bjarni Babminton". "Bjarni Hnit" væri hins vegar í lagi. 

Jonas Kr. (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 19:40

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það þyrfti þá líka að stofna hundanafnanefnd, kattanafnanefnd, kindanafnanefnd, kúanafnanefnd ... nú, og húsanafnanefnd, skipanafnanefnd – og auðvitað bókanafnanefnd. Er ekki komið nóg af nöfnum og titlum með tvíræða merkingu, klúra eða ruddalega eða rasíska?

Vésteinn Valgarðsson, 24.8.2017 kl. 20:21

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessu, Vésteinn! Ekki er öll vitleysan eins.

Ég skoðaði greinina í Fréttablaðinu. Eftirfarandi reglur gilda:

"Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. 

. . . 

Nöfn sem eru ruddaleg eða hafa klúra meiningu, nöfn sem þykja ekki smekkleg eða eru dónaleg gagnvart trúar- eða þjóðfélagslegum hópum eru ekki leyfð."

Þá vitum við það.

Nú þarf að rannsaka hvort fyrirskipanir þessa apparats FEIF og gagngabankinn WorldFeng, sem er nú ekki beinlínis þjált íslenskt orð, standast lög. Eins og Pete Townshend söng um árið: "It's a legal matter, baby. / A legal matter from now on." smile

Wilhelm Emilsson, 24.8.2017 kl. 22:10

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvernig lýst ykkur á hestanafnið" Jósef"?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2017 kl. 17:25

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jósef, það er möguleiki að það verði túlkað sem guðlast, svo það er öruggara að gefa hesti annað nafn en Jósef.

tongue-out

Wilhelm Emilsson, 25.8.2017 kl. 18:19

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Köllum þá bara hestinn Wilhelm og hryssuns Jósefínu.frown

Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2017 kl. 18:35

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru mörg kattanöfn dónaleg gagnvart þjóðfélagshópum. Það verður að banna þau.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2017 kl. 00:23

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Wilhelm og Jósefína eru heiðurshross, Jósef Smári! laughing

Wilhelm Emilsson, 27.8.2017 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband