Tvær oddhendur um morðkvendið Rice

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Íslands. Oddhenda:

Hungurs kvartar valur vart, [hræfuglinn er ekki svangur]
vargur margt þar lepur, [hræætan fær nóg blóð að drekka]
gammur nartar nái hart, [hræfuglinn hámar í sig lík]
er niftin svarta drepur. [nift = kona]


Önnur um Condoleezzu Rice. Teinhend (tíu línur) oddhenda:

Vil ég síður semja níð,
sú þó bíður skessa:
Condi víða veitir lýð
vonsku og stríð, sú klessa.
Margur kvíðir kuta hríð, [kuta hríð = orrusta]
kúlna svíður messa. [kúlna messa = orrusta]
Undaskríða- hlakkar -hlíð [undaskríður = vopn; vopna hlíð = kona sem stundar ofbeldi]
hrafnagríð að blessa. [blessar hræfugla með því að fóðra þá]
Ekki blíða ár og síð
ætti að hýða þessa.
mbl.is Rice á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Frábært!!

Kv.

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 29.5.2008 kl. 09:10

2 identicon

Góðar og hnyttnar vísur um Kondólísu, "the wicked witch of the west".

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lessa, þetta rímar við lessa. Af hverju ekki að búa til fyrstu teinhenduna um lessu?

Annars er þetta nú frekar fordómafullt hjá þér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband