Lygi! L-Y-G-I-!

Mogginn er samur við sig. "Um þúsund" er bein lygi. Þarna var á þriðja þúsund manns og það fór ekki framhjá neinum sem var á staðnum. Ég hugsa að þegar þessir "talningameistarar" lögreglurnar segja "menn" þá meini þeir "fullorðnir karlmenn".

Það er líka eftirtektarvert klukkan hvað þessi frétt er skrifðu: 14:28 -- var þetta fjöldinn þá? Hvers vegna var ekki talið þegar fundurinn var í gangi? Hann hófst örlítið á undan áætlun, sirka tíu mínútur í þrjú.

Að hugsa sér að einhver hafi geð í sér til þess að vera að gefa út diss á netinu um fólkið sem mætti til að mótmæla. Það er ekkert annað en sorglegt.

Að hugsa sér líka, hvað það er til margt fólk í þessu þjóðfélagi sem skilur ekki hvað orðið "lýðræði" þýðir og heldur að þaðþýði bara að kjósa á fjögurra ára fresti og ekkert annað.

Munið: Næsti fundur er á Austurvelli klukkan 15 næsta laugardag!


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Fyrir nokkrum árum taldi ég fólkið á mótmælafundi á Ingólfstorgi, eitthvað um 700 manns haus fyrir haus, og þá sagði löggan að hefðu verið eitthvað 3-400. Ég vissi að það var rangt hjá þeim, ég taldi haus fyrir haus. Ef þeir eru ekki beinlínis að skrökva, þá er greinilegt að líkanið sem þeir nota er ekki nógu gott.

Vésteinn Valgarðsson, 2.11.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband