WAY TO GO!

Gott hjá þeim, megi sem flest yfirgefin, niðurnídd hús verða tekin til þarfari nota en að grotna niður fyrir náttúruöflunum.
mbl.is Hústökufólk á Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Byltingarforinginn

Æji, þetta eru helvítis bölvaðir aumingjar, sem ekki nenna að sjá sér farborða sjálfir, heldur taka frá öðrum. Það eru ekki rök að húsið sé að drabbast niður og þess vegna sé bara allt í lagi að taka það yfir!

Byltingarforinginn, 9.4.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta pakk hefur aldrei eignast neitt vegna leti til vinnu og getur því ekki virt eignarrétt annarra  á bæði húsum og öðrum hlutum. Aumkunarvert pakk.

Sverrir Einarsson, 9.4.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég er viss um að þú þekkir mjög vel til fólksins sem gerir þetta og hefur skýrar og vel ígrundaðar hugmyndir um þau.

Eru það ekki rök að húsið sé ekki í neinni notkun og engum til gagns? Af hvejru viltu frekar að húsið sé mannlaust og liggi undir skemmdum, heldur en að það komi einhverjum að notum? Ertu hlynntur gagnsleysi og andvígur notagildi?

Vésteinn Valgarðsson, 9.4.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

merkilegt hve aparnir sækja að þér Vésteinn :) frekar apalegt að tala svona niðrandi um fólk sem górillan og apinn virðast ekki þekkja neitt - en það er vægast sagt kjánalegt að draga slíkar ályktanir - ég hef aldrei unnið með eins duglegu fólki og tók yfir þetta hús þó það sé ekki eftir forsendum þeirra sem geta ekki hugað handan kerfiskassans sem það hefur ákveðið að dvelja í um aldur og ævi. hér voru hús látin viljandi grotna niður svo hægt væri að þrýsta á að fá að rífa þau fyrir steypukössum - falleg hús með langa sögu sem auðvelt hefði verið að laga en það var víst ekki hægt að græða nógu mikið á því. frábært hjá hústökufólkinu að færa aftur líf í þetta fallega hús hús og þar með varðveita það með tilveru sinni þar. vona að þau verði ekki flæmd þaðan út.

Birgitta Jónsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það er fullt af ónotuðu húsnæði bæði nýtt og gamalt hér í bæ sem ekki er í notkun (og þá samkv. skilgreiningu þessa pakks engum til gagns) hvers vegna er það ekki tekið t.d. húsnæði sem er í Norðlingaholti, Grafarholtinu og víðar. Er það ekki staðsetningin sem veldur því að þetta hús er tekið?.

Hvað er langt í að þetta pakk fari að ráðast inn í önnur hús af því að því finnst það ekki vera til neins gagns, því þeim líkar ekki það sem fram fer í viðkomandi húsi....svona mætti lengi telja.

Ef ég á eitthvað þá hef ég umráðaréttin yfir því ekki satt. Hví skyldu aðrir geta haft áhrif á það í hvað eða hvernig ég nota það eða nota ekki. Eru nægileg rök "bara af því þeim finnst"?

Ef ég ætti nægjanlega peninga til að kaupa t.d. Háskólabíó og láta það svo standa autt, ættu þá einhverjir aðrir að geta brotist þar inn og notað það í það sem þeim "finnst" að eigi að nota húsið til. Hefði ég þá engan rétt til að henda viðkomandi út?

Kæmi hinsvegar til mín fólk sem falaðist eftir að fá að nota húsið undir eitthvað þar til ég ákveð hvað ég geri við það þá horfir málið bara allt öðruvísi við, ekki satt.

Sverrir Einarsson, 9.4.2009 kl. 23:57

6 identicon

Ótrúlegt hvað fólk er týnt í skoðunum sínum... engin rök fyrir neinu nema eignarétturinn - Eignaréttur ofar öllu!

Frábært að sameina á þennan hátt andóf og uppbyggingu!

Gunnar L. (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 01:09

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sá sem lætur hús standa tómt og drabbast niður á ekki skilið að eiga það.

Vésteinn Valgarðsson, 10.4.2009 kl. 01:19

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þrymur: Hvað áttu eiginlega við? Af hverju finnst þér öll hús sem eru byggð fyrir 1975 vera mosavaxnir hundakofar? Tengist þetta einhvejrum erfiðum æskuminningum?

Vésteinn Valgarðsson, 10.4.2009 kl. 01:23

9 Smámynd: Anna Guðný

Sá ekki fréttina. Hefur eitthvað komið fram hver á húsið og hvort eigandinn leyfir þeim að vera þar?

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 01:29

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er bara fasteignafélag sem á það, eitt af þessum sem kaupa upp gömul hús til að láta þau grotna niður til að fá að rífa þau til að byggja einhverja lágkúru í staðinn. Ég held ekki að það hafi verið spurt um leyfi, án þess að ég sé viss.

Vésteinn Valgarðsson, 10.4.2009 kl. 01:37

11 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir upplýsingarnar

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 10:55

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þá botna ég lítið í þessari fæð sem þú leggur á gömul hús. Er það til að sýna að þú sért nú ekki í neinu tilfinningavæli, eða eitthvað svoleiðis? Eða svona mikil framfaratrú, að það eigi að setja ýtuna á gömlu hverfin til að reisa í staðinn nýjar hallir úr gleri og steypu, í anda Ceaucescus?
-- -- -- -- -- --

Já, myndin er flott. Ég er ánægður með hana.

Vésteinn Valgarðsson, 13.4.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband