Takk, Óli

Með fyrirvörum Alþingis er samningurinn nú allt annar en hann var. En samt sem áður ætti að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en gengist er undir skuldbindingar af þessari stærðargráðu. Já, ég veit að hérlendis þykja málefni víst ekki koma almenningi við, nema þá á fjögurra ára fresti, en maður getur víst látið sig dreyma.

Ég ætla ekki að borga þessar skuldir og ekki afkomendur mínir heldur. Það kemur ekki til greina. Þá er bara spurningi, hvaða undankomuleiðir eru til? Ég veit ekki hvort nokkur borgaraleg ríkisstjórn hefur götts í að segja samningnum upp eða draga ESB-umsóknina til baka, en þetta eru forsendur áframhaldandi auðvaldsskipulags á Íslandi.

"Átta tesur" mínar um stjórnmálaástandið byrja á þessari tesu: Sá sem vill ekki ganga í Evrópusambandið sækir hvorki um aðild að því né kýs flokk sem gerir það.

Sjöunda tesan segir: Sá sem sættir sig ekki við þjóðfélagsástandið byrjar á að kjósa umbótaflokk, en dugi það ekki stendur valið milli landflótta og byltingar.

Þá er bara spurningin, hvort það verður.

-- -- -- -- -- -- -- --

"Ósk" forsetans um "að kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir" til þess að "endurreisa íslenskt efnahagslíf, styrkja fjárhag heimilanna og stoðir atvinnuveganna" er bara blaður og innihaldslaust orðagjálfur.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Voðalegt rugl er þessi fyrirsögn þín og fyrsta setningin, en síðan finna Icesave-sinnarnir fátt hér til að skjalla sjálfa sig eftir svikin.

Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Takk, Óli" er augljóslega sagt í háði. Hitt -- að fyrirvararnir gerbreyti samningnum -- hygg ég hins vegar að sé satt. Þeir breyta hins vegar ekki hinu óþolandi aðalatriði þeirra, semsé að íslenskir skattborgarar eigi að borga spilaskuldir fjármálaauðvaldsins.

Vésteinn Valgarðsson, 2.9.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Vésteinn, fyrir rétta útleggingu!

En um fyrirvarana hygg ég þig gera þér tálvonir. Þeir eru gildra og snara; þeir snöruðu Ögmund, VG-Liljurnar tvær, Atla og Ásmund til samþykktar, vesalings fólk, en verða virtir að vettugi.

Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ja, það verður fróðlegt að sjá viðbrögðin við þeim, hvort þetta voru taktísk glöp eð ekki. Ég get ekki sagt að ég sé ýkja bjartsýnn. Ef fyrirvararnir valda því að samningur sé samþykktur, sem ella hefði verið felldur, þá gera þeir illt verra, býst ég við.

Vésteinn Valgarðsson, 3.9.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband