AÐ LOKNUM KOSNINGUM -- HELDUR BARÁTTAN ÁFRAM

AÐ LOKNUM KOSNINGUM -- HELDUR BARÁTTAN ÁFRAM

Það væri tilgerðarlegt að láta eins og ég væri ánægður með atkvæðafjölda Alþýðufylkingarinnar í fyrradag. En reyndar er ég alls ekki sleginn heldur. Eins og margkom fram í kosningabaráttunni, vinnast sigrar alþýðunnar ekki með atkvæðafjölda heldur í fjöldabaráttu, og Alþýðufylkingin er ekki háð kosningum eins og borgaralegir flokkar.

Það eru samt sigrar að (a) Alþýðufylkingin hafi haldið velli og ekki látið stuttan frest slá sig út af laginu, (b) málstaður okkar hafi komist þónokkuð áleiðis þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess að þagga niður í okkur, (c) félögum í flokknum hefur snarfjölgað.

Með öðrum orðum: Okkar barátta heldur áfram -- strax í dag. Verkefnin framundan eru m.a. að stofna svæðisfélög í Norðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi; funda með þeim félögum sem hafa bæst við nýlega og eiga eftir að bætast við á næstunni og skipuleggja uppbyggingu flokksins. Þá er ekki langt í sveitarstjórnarkosningarnar nk. vor -- en í millitíðinni mörg önnur verkefni.

Þannig að við getum verið sátt við okkur sjálf, og farið brött inn í veturinn.


23.-27. október

Könnun sem er gerð 23.-27. október dekkar náttúrlega ekki þá uppsveiflu sem hefur verið á fylgi Alþýðufylkingarinnar í gærkvöldi og í dag.


mbl.is Ekki marktækur munur á D og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðufylkingin berst gegn útilokun

Það er hart að upplifa höfnun, en þegar höfnunin er í leiðinni brot gegn lýðræðinu í landinu, þá er það meira en hart. Þá þarf að gera eitthvað. 

Ég skrifaði grein sem birtist nú áðan á Vísi:

Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna

Þá fjallar Eyjan/Pressan fjallar um málið:

Óánægja með ákvörðun RÚV: „Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að einhverjir séu að toga í spotta“

...og Vísir.is fjallar um það:

„Þetta er grófasta að­för að lýð­ræðis­legu fram­boði um ára­bil“


mbl.is Yfirlýsing Alþýðufylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur R-listi, glæsilegur oddviti

Þetta er fjórði og síðasti framboðslisti okkar í Alþýðufylkingunni í þessum kosningum. Skipaður glæsilegum frambjóðendum eins og hinir listarnir. Farið á heimasíðunar okkar: https://www.althydufylkingin.is/ -- til að sjá meira af fólkinu okkar, af stefnunni og annað um flokkinn.


mbl.is Erna Lína leiðir Alþýðufylkinguna í Suðvestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið ekki hrædd við "dauð atkvæði" ...

Fólk hefur oft sagt við okkur í Alþýðufylkingunni, að atkvæði greidd okkur séu í rauninni stuðningur við íhaldið vegna þess að þau hljóti að falla dauð. Nú er í fyrsta lagi ekki hægt að gefa sér að þau falli dauð. Í öðru lagi er ekki hægt að gefa sér hvernig okkar kjósendur mundu kjósa ef þeir kysu okkur ekki.

En í þriðja lagi: atkvæðamesti flokkurinn græðir vissulega á atkvæðum sem ekki skila þingsæti. Og það hefur vissulega verið íhaldið hingað til -- þangað til núna -- en ef eitthvað er að marka kannanir eru það VG sem mundu óbeint græða á ónýttum atkvæðum Alþýðufylkingarinnar í þetta sinn!

Þannig að: þið sem styðjið Alþýðufylkinguna í hjarta ykkar en viljið ekki ógna VG -- verið óhrædd að kjósa Alþýðufylkinguna!


mbl.is VG með tæp 30% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að selja Lyfju heldur félagsvæða hana

Íslenska ríkið á ekkert að selja Lyfju. Það á að félagsvæða hana. Reka keðju apóteka um allt land, þar sem gróðasjónarmið eru ekki breyta heldur markmiðið það eitt að bjóða lyf á hagstæðu verði. Það gæti létt róður margra sem hafa mikil lyfjaútgjöld en litlar tekjur. Fyrir utan þann samfélagslega sparnað að fleiri gætu bæði haft efni á lyfjum og mat.
 
Ef kosningabarátta Alþýðufylkingarinnar skilar því að ég fái eitthvað um þetta að segja, þá verður þessu söluferli slitið.

mbl.is Kviku væntanlega falið að selja Lyfju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 krónur

Hann Uggi álfur, sem kemur stundum á mitt heimili, skilur alltaf eftir 500 kall.


mbl.is Tannálfurinn gefi 100 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Framsókn

Það var nefnilega það. Biggi er þá greinilega genginn úr Samstöðu, þar sem hann var kosinn formaður fyrir sléttum fimm árum síðan.

Hvað fær einhvern til að haga sér svona? Ofbýður ástandið í þjóðfélaginu og ákveður því ... að ganga í Framsóknarflokkinn. Skil ekki svona hugsun.


mbl.is Biggi lögga í Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þá stefnubreyting

Þegar VG voru í ríkisstjórn rifu þau niður velferðarsamfélagið og heilbrigðiskerfið. Skólarnir sátu á hakanum og stóriðjustefnunni var haldið áfram -- meira að segja reynt að leggja rafmagnssæstreng til Skotlands, sem hefði kostað stórslys í umhverfismálum og raforkuverði til þjóðarinnar. Þau hafa ekki farið í neitt uppgjör við þessi ár, þvert á móti hljómar málflutningur þeirra oft eins og trúvörn. Lærð utanbókar. Hvers vegna ætti einhver að trúa því að VG muni leiða einhverja stefnubreytingu núna?


mbl.is Sýnir að kjósendur vilja stefnubreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband