Glæsilegur sigur

Ég hefði orðið verulega hissa ef Sólveig Anna hefði ekki unnið þessa kosningu. Mig hefði grunað að brögð væru í tafli. En ég þorði ekki að vona að sigurinn yrði svona afgerandi, með yfir 80% atkvæða. Það var til skammar hvernig flokkseigendafélagið í Eflingur og ASÍ vann gegn framboði hennar leynt og ljóst. En það dugði þeim greinilega ekki til, raunar vafasamt að það hafi verið þeim til framdráttar.

Kosningasigurinn í gærkvöldi var ekki endir baráttunnar, heldur upphaf hinnar raunverulega baráttu. Það verður tekist á við auðvaldið, þar á meðal fulltrúa og þjóna hennar innan verkalýðshreyfingarinnar. Með þessum gersigri, í mikilvægustu kosningum seinni ára í landinu, breytist landslagið heldur betur, vígstaða stéttasamvinnuaflanna veiktist til muna.


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki stofnað til að flytja vopn?

Nokia var ekki stofnað til að framleiða farsíma en gerir það samt.

Nintendo var ekki stofnað til að framleiða leikjatölvur en gerir það samt.

Mitsubishi var ekki stofnað til að framleiða strokleður en gerir það samt.

Hverjum er ekki sama um upphaflegan tilgang fyrirtækis þegar gjörðir þess eru metnar? Fólk sér ný tækifæri, eins og að framleiða strokleður eða flytja jarðsprengjur á átakasvæði, sér gróðamöguleika í því. Eða "verkefni" vilja þau kannski kalla það, eða eitthvað álíka hlutlaust og tilfinningalaust.

En sá sem flytur jarðsprengjur er að hjálpa til við að drepa fólk. Höfum það á hreinu. Það er ekki hægt að firra sig ábyrgð á því með því að kenna eftirlitsaðilum um.


mbl.is Ekki stofnað til að flytja vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband