Aðeins í kapítalisma!

Það er eitt megineinkenni kapítalismans sem hagkerfis, að framleiðendur komast í hann krappan þegar framleiðslan verður of mikil -- og þá meina ég ekki meiri en þörfin, heldur meiri en svo að neytendur borgi. Því kannski borga þeir ekki vegna þess að þá vantar pening.

Nú ætla ég ekkert að gerast sérlegur talsmaður núverandi kerfis við sauðfjárbúskap. Það hlýtur að vera hægt að hanna kerfi sem þjónar bændum og neytendum (og kindum) betur. En núverandi ríkisstjórn er ekki að fara að gera það, ekki frekar en allar þær borgaralegu ríkisstjórnir sem hafa komið á undan henni.

Ég skil ekki að það sé hægt að framleiða of mikið lambakjöt. Ég skil það bara ekki. Ég mundi gjarnan borða lambakjöt á hverjum degi ef ég hefði efni á því, og ég er sannfærður um að það er útbreidd löngun. Þannig að það er ekki að sjá að raunverulega vandamálið sé að framleiðslan sé of mikil.

Of mikið kjöt. Það eru ekki margar kynslóðir síðan fólk hefði hlegið að tilhugsuninni um að það væri talað um það sem vandamál að það væri of mikið kjöt.


mbl.is „Við getum ekki borgað okkur laun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðganga: Refsing sem virkar

Ef drjúgur hluti neytenda er mjög mótfallinn einhverri ákveðinni hegðun fyrirtækja, þá ætti að vera hægt að sveigja þau til með markvissri sniðgöngu. Dæmi: Ef neytendur vilja að brugghús virði bann við áfengisauglýsingum, og séu ekki að spila duldar bjórauglýsingar í sjónvarpinu, þá væri t.d. hægt að hafa samtök um að sniðganga hvern áfengan drykk sem er auglýstur í, segjum, þrjá mánuði. Á sama hátt: Fyrirtæki sem auglýsti á ensku gæti með því fælt frá sér kúnna. Og svo framvegis. Það kæmi við punginn.


mbl.is „Íslensk tunga aldrei í forgangi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband