Glæsilegur sigur

Ég hefði orðið verulega hissa ef Sólveig Anna hefði ekki unnið þessa kosningu. Mig hefði grunað að brögð væru í tafli. En ég þorði ekki að vona að sigurinn yrði svona afgerandi, með yfir 80% atkvæða. Það var til skammar hvernig flokkseigendafélagið í Eflingur og ASÍ vann gegn framboði hennar leynt og ljóst. En það dugði þeim greinilega ekki til, raunar vafasamt að það hafi verið þeim til framdráttar.

Kosningasigurinn í gærkvöldi var ekki endir baráttunnar, heldur upphaf hinnar raunverulega baráttu. Það verður tekist á við auðvaldið, þar á meðal fulltrúa og þjóna hennar innan verkalýðshreyfingarinnar. Með þessum gersigri, í mikilvægustu kosningum seinni ára í landinu, breytist landslagið heldur betur, vígstaða stéttasamvinnuaflanna veiktist til muna.


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband