Meinar hann oddvita Framsóknar??

1. Vísasta leiðin til að veita öfgahreyfingum hljómgrunn er að veita þeim skjól í 'mainstream' stjórnmálum, eins og Framsóknarflokkurinn gerir þessa dagana. Og talandi um "að draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að baki baráttu gegn kynþáttahyggju", af hverju tekur Sigmundur þá ekki opinbera afstöðu gegn þessu rasismadaðri síns eigin fólks?

2. Það eru ekki frjálslyndir menn sem vilja skerða trúfrelsi annarra eða kúga minnihlutahópa. Og með orðum Sigmundar: "Þeir sem ganga fram með þeim hætti bera litla virðingu fyrir staðreyndum. Oft á tíðum er það vegna þess að þeir hafa sjálfir svo lítið fram að færa að þeir þurfa að búa sér til andstæðing til að rétt læta sjálfa sig." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.

3. Ófyrirleitnir tækifærissinnar grípa hvað sem er, reyna að höfða til hvers sem er, til að snapa sér stuðning og vekja athygli á sér. Með orðum Sigmundar: "Þeir sem reynt hafa að beita slíkum brögðum í stjórnmálaumræðu síðustu daga eru að stórum hluta þeir sömu og áður hafa komið fram með sams konar upp hrópanir af til efnislausu. Það kemur því miður ekki á óvart. Tilgangurinn helgar meðalið." Ef hann er þarna að lýsa Framsóknarflokknum í Reykjavík, þá þykir mér hann hitta naglann á höfuðið.

Hann þekkir þetta, hann Sigmundur. 


mbl.is Með ólíkindum hvað menn leggjast lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rasismi? Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir hendi um tilvist kynþátta og því er hatur á þeim útilokað, þetta er bara ranghugmynd. Auk þess er ennþá alveg óútskýrt hvaða málið gæti hugsanlega haft með ætterni fólks að gera.

Útlendingahatur? Flestir múslimar á Íslandi eru... Íslendingar !

Minnihlutahópar? Islam eru fjölmennustu trúarbrögð á jarðarhveli.

Trúfrelsi? Ég hélt að málið snerist um íbúalýðræði í skipulagsmálum?

Þegar ég hef orð á því að innkeyrslan í Hafnarfjörð sé afleit vegna verksmiðju sem stendur þar, þá ræðst engin á mig með sleggjudómum og vænir mig um hatur, jafnvel þó fyrirtækið sem á í hlut sé erlent og dýrki guðinn mammon sem það hefur reist sér dómkirkju fyrir í Straumsvík. Þetta er umhugsunarvert.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 16:12

2 identicon

Djöfull er fólk orðið ruglað. Má fólk ekki hafa skoðanir ? Hún er enginn rasisti þótt hún vilji eins og flestir borgarbúar ekki hafa mosku á þessum stað. Þetta snýst ekkert um það fávitar. Að sjálfsögðu ríkir hérna trúfrelsi og þeir geta fengið sýna mosku. Var ekki Digraneskirkju meinað á sínum tíma að rísa þar sem uppi á Víghól í Kópavogi? Færð niður í dalinn? Borgarbúar eiga að fá að ráða í svona mikilvægu máli lóð sem er meira en bara lóð. Þetta snýst um ásýnd borgarinnar skiptir ekki máli moska,kirkja eða annað þarna. Ég held að Sveinbjörg sé hvað heilbrigðust allra í þessu máli.

Hannes (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 18:32

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Guðmundur, ég skil ekki hvað þú ert að fara. Ég veit ekkert hvernig múslimar á Íslandi skiptast í etníska hópa og það er líka aukaatriði.

Síðast þegar ég vissi var kristni fjölmennasta trúarbragðið og rómversk-kaþólska kirkjan stærsti einstaki trúflokkurinn; hefur það breyst?

"Íbúalýðræði í skipulagsmálum" er aumur fyrirsláttur og sést best á moldviðrinu sem hefur þyrlast upp í kring um þetta mál, og það var örugglega planið frá upphafi, til að fá athygli og atkvæði.

Tilvist kynþátta er miklu meira huglægt eða menningarlegt fyrirbæri heldur en líffræðilegt, en það hindrar fólk ekki í að hafa vel eða illa grundaðar skoðanir á þeim, eins og hefur sést vel undanfarna daga á blogginu og víðar.

Hannes: Jú, fólk má hafa skoðanir, og það verður þá líka að þola að aðrir hafi skoðanir og kalli hlutina sínum réttu nöfnum. Rasismi er rasismi og ef þú ert svo PC að þú þolir ekki að heyra hann kallaðan það, þá er það þitt vandamál.

Vésteinn Valgarðsson, 30.5.2014 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband