Juncker varar við "rangri kosninganiðurstöðu"

Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, lýsti því yfir skömmu fyrir jól, aðIoannes Claudius Juncker, auðsveipt handbendi fjármálajöfra ef Grikkjum tækist ekki að kjósa forseta 29. desember, og þyrftu þá að kjósa nýtt þing, þá ætlaði hann nú ekki að fara að skipta sér af því, en ósköp þætti honum leiðinlegt ef öfgaöfl kæmust til valda. Það er varla hægt að skipta sér meira af kosningunum án þess að hafa afskipti. Þetta gáfnaljós fetar í fótspor margra fleiri hægrisinnaðra gáfnaljósa með því að kalla nasistana í Krysi Avgi og róttæka vinstrimenn einu nafni "öfgaöfl". Þannig tal er ekki bara vúlgar, það atar ekki bara vinstrimenn auri að ósekju, heldur stuðlar það líka að trúverðugleika nasistanna. Þannig að skiljanlega nota hægrimenn þetta bull mikið að þyrla upp ryki og misskilningi.

Juncker er sjálfur engin heybrók, fyrst malaði hann undir fjármálafyrirtækin í mörg, mörg ár þegar hann var forsætisráðherra og fleira í Lúxembúrg og nú er hann verkstjóri þegar Evrópusambandið ætlar að eiga við fjármálafyrirtækin. Eða réttara sagt, þegar fjármálafyrirtækin ætla að eiga við Evrópusambandið. Og þar er nú réttur maður á réttum stað. Alla vega séð frá sjónarhóli fjármálaaflanna.

Alexis Tsipras, Steingrímur þeirra GrikkjaVinstriflokkurinn Syriza gæti sótt stórlega fram í kosningunum sem nú verða haldnar. Flokkurinn er jafnvel talinn geta haft ríkisstjórnarsetu innan seilingar. Þeir lofa hvorki byltingu né sósíalisma, en segjast ætla að reyna að binda endi á mannlegar hörmungar af völdum kreppunnar í Grikklandi. Ef þeir fá séns eiga þeir örugglega eftir að verða eitthvað skárri en kratar og hægrimenn sem annars hafa ráðið ríkjum í Aþenu. En veðjið ekki aleigunni á þá nema ykkur langi til að verða fyrir vonbrigðum. Þeir eru því miður bölvaðir tækifærissinnar og eiga t.d. hvorki eftir að gera upp við ESB né evruna.


mbl.is Tókst ekki að kjósa forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband