Enn eitt déskotans hótelið!

Ókei, ég skil það sjónarmið hóteleigenda og annarra peningamanna að vilja maka krókinn og skara eld að sinni köku, en sem íbúi í Reykjavík og á Íslandi spyr ég: hvenær verður komið nóg?

Átroðningur ferðaþjónustunnar er farinn að þrýsta mjög á miðbæ Reykjavíkur, m.a. á fasteignaverðið, sem þýðir að fólk á lægri enda tekjurófsins er farið að hrekjast burt.

Hér kemur milljón ferðamanna á einu ári - og það er eins og stjórnvöld láti bara skeika að sköpuðu, láti markaðinn bara um þetta, vaxa bara og vaxa eins og endalaus vöxtur sé hugsanlegur - kannski í anda þess "hvað það væri gaman ef við gæfum bara í", eins og Hannes Hólmsteinn orðaði það svo spámannlega hér korteri fyrir hrun.

Hvar endar þetta? Í tveim milljónum ferðamanna? Í þrem milljónum? Í fimmtán milljónum? Ég bara spyr.

Hafa menn áttað sig á því hvað verður um öll herlegheitin næst þegar kemur kreppa í löndunum sem túristarnir koma frá? Ætli flúðasiglingaferðin til Íslands verði ekki eitt af því fyrsta sem fólk neitar sér um þegar ráðstöfunartekjurnar minnka?

Eins og þegar þýskir eldri borgarar hættu að kaupa sér annað heimili á Spáni fyrir nokkrum árum?


mbl.is Austurvöllur mun breyta um svip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannlega mælir þú Vésteinn. Það er eins og Íslendinga skorti ýmindunarafl til þess að finna eitthvað nýtt upp sem þeir geta athafst. Í staðinn eru allir að rembast við að herma hvorir eftir öðrum til þess að sjá hver sé mesti töffarinn. Þetta hótelrugl er orðið að nýrri bólu, og allir sem ég hef rætt við um þetta eru þessu sammála, en samt er eins og athafnamennirnir skorti einning ýmindunarafl til þess að sjá í hvað stefnir, eða jafnvel að þeir gefa því ekki gaum or hugsa bara um aurinn sem þeir græða í hita augnabliksins.

Rétt væri hjá mönnum að búa sig undir nýtt hrun sem fyrst. Peningakerfið í vesturheimum hefur ekki breyst að neinu ráði, og það er bara spurning um hvenær næsta flóðbylgja skellur á glórulausum Íslendingum eina ferðina enn.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 9.2.2016 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband