Halal-pylsur?

Flestar íslenskar pylsur innihalda svínakjöt. Flestir Afganar eru múslimar. Flestir múslimar borða ekki svínakjöt. Og heldur ekki hestakjöt. Þannig að hvað gengur Bjúgnakræki til að senda pylsur til Afganistan?

 

Verra þykir mér samt að sjá þessa hroðvirknislegu vísu, "Bjúgnakrækir lærði seint..." -- í staðinn fyrir að álasa Bjúgnakræki fyrir að vera illa læs og skrifandi, ætti höfundur hennar að fara á námskeið í stuðlum og höfuðstöfum.


mbl.is Pylsur til Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann fór ekki með pulsur þangað. Hann fór með skólabækur. Hugsa að Talibönum sé samt álíka illa við þær og við pulsur.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2016 kl. 20:06

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrir íslamska bókstafstrúarmenn eru pyslur mun hættulegri en bækur. Malala Yousafzai var skotinn í höfuðið fyrir að vilja mennta sig.

Wilhelm Emilsson, 21.12.2016 kl. 01:34

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Prófarkalesturinn í molum hjá mér. Ég er ekki betri en Trump. Ég meinti auðvitað að bækur væru hættulegri en pylsur (ekki pyslur). 

Wilhelm Emilsson, 21.12.2016 kl. 01:37

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jamm. Svo væri gaman að vita hvað þeim finnst um leirburð.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2016 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband