Últra-íhald gegn réttlæti

Ég er meira en lítið hlessa yfir þessu ljósmæðramáli. Fulltrúar ríkisins eru með svo furðulega lélegan málstað að það jaðrar við að vera ótrúlegt að þeir skuli halda honum til streitu. Jaðrar við, segi ég, en er reyndar eftir öðru. Það er því miður ekki svo sjaldgæft að valdamenn hegði sér eins og fífl og kunni ekki að skammast sín. Það segir sitt að þetta séu ljósmæður sem eiga í þessari baráttu. Hreinræktaðri kvennastétt er vandfundin. Skilaboðin eru einföld: Konur og umönnunarstéttir eiga að þakka fyrir það sem þeim er rétt og vera ekki með þetta múður.
mbl.is Gögn sögð sýna samráð um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband