Kafla lokið

Sneypuleg endalok á einkarekstri bankanna.

Nú er ein stór hindrun úr vegi, að sjálft hjarta auðvaldsskipulagsins á Íslandi hafi lagst á bakið og gefist upp.

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að kapítalisminn sé "næstum fallinn".

Þegar talsmenn auðvaldsskipulagsins eru farnir að tala svona, hvar eru þá talsmenn annarra hagfræðihugmynda? Ef kapítalisminn fellur í alvörunni, eigum við þá að standa eins og glópar og bíða eftir að nýir kapítalistar reisi nýja spilaborg og sagan endurtaki sig? Eða eigum við kannski að fara að stunda sjálfsþurftarbúskap?

Nú er mál að gott fólk taki sig saman, skipuleggi sósíalíska hreyfingu og leggi drög að valdatöku almennings hér á landi. Þetta land hefði gott af alvöru sósíalisma og alvöru lýðræði.

- - - - - - - - - - - -

Lesið grein Jóns Karls Stefánssonar: Gandreið nýfrjálshyggjunnar, 1. hluti


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband