Fáviti

Það er fávitaskapur að leggja almenna Íslendinga að jöfnu við fjárglæfra- og óreiðumenn sem hafa leikið okkur enn grár en útlendingana sem urðu fyrir þeim.

Það er líka þess vegna sem við eigum ekki að hlusta á tal um "samstöðu". Það vorum ekki við sem byggðum þessa spilaborg eða felldum hana. Hvenær stóðu ráðamenn með okkur þegar við þörfnuðumst þess? Dæmi: Hvenær fannst þeim kominn tími til að bæta kjarasamninga umönnunarstéttanna? Hvenær var svigrúm til þess að bæta hag gamalmenna og öryrkja?

Við eigum hvorki að taka á okkur sökina gagnvart fúlum kaupmanni á Strikinu né gagnvart auðvaldinu þegar harðnar á dalnum.

Ég tók ekki þátt í góðærinu. Hvers vegna ætti ég að taka þátt í kreppunni?


mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er auðveldara að fara á mis við góðæri en kreppu. En, ef þú skuldar ekkert, færð laun á réttum tíma og þau brenna ekki upp á leiðinni í bakaríið ... þá ættirðu að geta sloppið.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Heh, ég er skuldlaus, starfa hjá ríkinu og bý steinsnar frá næsta bakaríi.

Ekki kemst ég samt hjá því að borga skatta, og ekki mun ég geta lifað hátt þegar ég fer til útlanda á næstunni. Nema þá að ég fari þangað til að vinna mér inn evrur.

Vésteinn Valgarðsson, 17.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband