Kreppan: Aðalatriðin og aukaatriðin

Þessi grein er í Mogganum í dag, s. 25. 

Í efnahagsþrengingum eins og þeim sem dynja á okkur um þessar mundir, hafa margir talað um að nú sé ekki „tíminn til að leita sökudólga“, heldur til að „standa saman“ og bíða þetta af okkur. En sú endemis vitleysa! Þetta eru ekki náttúruhamfarir, heldur vandræði af mannavöldum og þeir hinir sömu sem komu okkur í þau, sitja enn í ráðandi stöðum í þjóðfélaginu og gera illt verra. Við verðum að finna sökudólgana, ekki til þess að ná fram hefndum heldur til þess að lágmarka tjón okkar allra.

Hver á sökina?
Almenningur í landinu er ekki sekur. Neysluhyggja og óskhyggja hafa að vísu slegið glýju í augu margra og gert fólk leiðitamt, en það er ekki saknæmt að hafa verið plataður. Meiri sök er á herðum útrásarsnillinganna – þeir eru þrátt fyrir allt aðalgerendurnir – en á hinn bóginn léku þeir bara eftir reglunum sem voru settar. Og hver setti þær? Jú, ríkisstjórnin: Framsóknarflokkur sem nú kannast ekki við neitt, og Sjálfstæðisflokkur sem ennþá situr við stýrið, spólar áfram í sömu forinni og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar. En grundvallarsökin er ekki einu sinni hjá þessum flokkum. Eins og bent hefur verið á, er þessi kreppa alþjóðleg, þótt hún bitni í svipinn harðast á okkur. Alþjóðaeðli hennar vísar til þess að ræturnar liggja í innsta eðli hins alþjóðlega hagkerfis, og heita hvorki króna né Brown.

[LESA RESTINA AF GREININNI]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Heyr Heyr

Johann Trast Palmason, 24.10.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góð færsla!

Ólafur Þórðarson, 25.10.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband