Fórna peði

Ég held að þarna sé valdstjórnin að fórna peði í von um að geta varið mikilvægari leikmenn á taflborðinu. Já, það getur verið að Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar hafi klúðrað þessu. En ég er ekki sannfærður. Það getur verið að svona mistök eigi sér stað á svona tímapunkti, þegar þau eru með dýrkeyptasta móti. Jájá, það getur alveg verið. En ég er ekki sannfærður.

Ég verð að vísu að segja eitt, og það er að mér þótti lögreglan ekki beinlínis fara offari í fyrradag. Þeir hefðu átt að bjóða Evu að semja um lausn málsins áður en allt færi á annan endann -- þeim mátti vera ljóst að hinn valkosturinn væri verri -- en þeir gerðu það ekki. Fyrst þeir völdu að standa á sínu með góðu eða illu, þá hefðu þeir átt auðvelt með að gera ástandið mun alvarlegra en það varð. Það gerðu þeir ekki og enginn slasaðist alvarlega.

Ég meina, af tvennu illu er piparúði þrátt fyrir allt skárri en kylfuhögg.


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband