Lögga kann ekki að telja

Ég blæs á hvað löggan "heldur" að hafi verið margir. Fyrir tveim vikum voru um 8.000, fyrir viku voru 2-3.000 fleiri (sem sagt 10-11.000) og í dag voru eitthvað færri en fyrir viku -- kannski 7-8.000 manns. Það er mín ágiskun.

Kuldinn fældi örugglega marga frá því að koma. Hann var ansi napur. Hann var kannski ástæðan fyrir því að allt fór svona vel fram. Ólátabelgjum og matvælakösturum hefur kannski bara verið kalt.

Hvað svo? Nú þarf að finna næsta skref. Vikuleg mótmæli ná aldrei lengra en þau ná (samkvæmt skilgreiningu) og fólk þarf alvarlega að leggja höfuðið í bleyti. Þessi hreyfing hefur veirð "multipolar" og er það vel. Nú er spurning hvernig framvindan verður.


mbl.is Segir góða stemningu á mótmælafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband