Ekki "skemma eignir"!?

Árni vill ekki að mótmælendur "skemmi eignir"! Hvað ætli einn hurðarfals á lögreglustöðinni kosti þjóðarbúið? En rúða? Hvað ætli það sé stórt hlutfall af eignunum sem Árni og félagar hans, ríkisstjórnin og auðvaldið, hafa kostað okkur undanfarnar vikur?

Mótmæli eru í lagi, svo fremi að þau séu friðsamleg. "Friðsamleg" í þeim skilningi að það sé auðvelt að hunsa þau. Það er það sem Árni meinar, er það ekki?


mbl.is Þarf að stilla mótmælum í hóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Eymingja Árni: - Er að reyna að bæta ímyndina og tala við fréttamann - en hreyta ekki bara svörum um öxl sér. Setur sig í landföður-stellngar - og útkoman svona! 

"Nú mundi ég hlæja, væri ég ekki dauður!"

Hlédís, 3.12.2008 kl. 03:46

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Eina sem er heilagt í þessu landi er eignarétturinn, ég hélt þú vissir það!

María Kristjánsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég veit alveg að það er forgangsröðin hjá auðvaldinu. Ég meina bara að það ætti ekki að vera þannig.

Vésteinn Valgarðsson, 4.12.2008 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband