Er hann hissa?

Nú eru liðnir þrír mánuðir frá því hrunið mikla hófst og ennþá hefur enginn ráðamaður axlað ábyrgð sína og tekið pokann sinn. Enginn. Þeim hefur verið mótmælt friðsamlega, þeim hafa verið send bréf, endalausar greinar skrifaðar, áskoranir sendar og ég veit ekki hvað. Skoðanakannanir tala sínu máli. Útlendingar gapa yfir íslenskum ráðamönnum og yfir því hvað lýðræðið stendur veikum fótum hérna þegar á reynir. Hvernig getur það verið að þeim haldist á því að þumbast bara við? Halda þeir að þeim sé stætt á því? Halda þeir að þeir verði vinsælir af því? Hverjum eru þeir að þjóna?

Það er við aðstæður sem þessar, þegar fólk finnur að hefðbundnar, borgaralegar leiðir eru lokaðar, sem þolinmæðin minnkar og þrýstingurinn vex. Hjá sumum finnur þessi þróun sér farveg í óhefðbundnari, ágengari mótmælum en vaninn er. Hjá öðrum getur þetta vissulega brotist út í ofbeldi, eins og Klemenz-bræður sýndu okkur með tilþrifum á gamlársdag.

Fólk sem er vant mótmælum eða hefur undirbúið sig er líklegra til að vita hvar á að draga mörkin. Það er þegar hinir verða örvæntingarfullir -- þegar venjulega fólkið verður reitt í alvörunni -- sem hættan skapast.

Þetta ástand er ráðamönnum sjálfum að kenna, þar með talið Össuri sjálfum. Ástandið, og afleiðingarnar af því. Hann getur afstýrt ósköpum með því að segja af sér og slíta ríkisstjórninni. Eða tekið þátt í að valda ósköpum með því að gera það ekki.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Össur getur sjálfum sér kennt um þróunina á netinu. Það verður bara verra ef ekki hann og hinir í ríkisstjórninni segja af sér eins og skot!

sexylady (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:09

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Takk fyrir innlitið frændi. Kveðja.

Eyþór Árnason, 5.1.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Íslenskir stjórnmálamenn segja ekki af sér; þeir tala af sér.

Pjetur Hafstein Lárusson, 7.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband