Geta trútt um talað

Mér þykir forysta ASÍ borubrött, að saka Alþingismenn um lítilsvirðingu við þjóðina á meðan hún er sjálf að samþykkja margra mánaða frestun á kjarasamningsbundnum launahækkunum! Þeim væri nær að fara sjálfir að vinna vinnuna sína, og þá er ég að tala um vinnu í þágu alþýðunnar en ekki SA (Samtaka auðvaldsins).
mbl.is Þingmenn sýna þjóðinni lítilsvirðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Það er afskaplega sorglegt hvað hin svo kallaða "verkalýðsforysta" virðist auðsveip og í raun vitlaus þegar kemur að kjaramálum. Í öllu góðærinu, þegar nánast allur launaskalinn fór á skrið þá hækkuðu lægstu launin ekkert að raunvirði. Nú þegar lægstu laun áttu að fá að slefa upp í það að vera aðeins hærri en lægstu atvinnuleysisbætur SAMKVÆMT SAMNINGUM þá er því slegið á frest að ósk atvinnurekenda. Það er gersamlega óþolandi að búa við slíka "forystu".

Já það er betra að þiggja launalækkun (þetta er ekkert annað þar sem við búum við 20% verðbólgu) en að þurfa að fækka störfum, en ef að málið er að lækka kostnað fyrirtækja til að þau geti viðhaldið störfum - hvað þá með andskotans vextina?

Allir vita að hægt er að líta á laun sem kostnað en óumdeilt er að vextir ERU kostnaður og við þeim er ekki hreift - það er engri hækkun slegið á frest, þar fær allt að eiga sinn gang rétt eins og um náttúrufar sé að ræða. Ef að einhver dugur hefði verið í þessum aumingjum hjá ASÍ þá hefðu þeir sett vaxtalækkun sem skilyrði fyrir því að slá framkvæmd samninganna á frest.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 18.2.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Valið stendur ekkert milli þess að segja upp fólki eða lækka laun. Fyrir utan lækkað starfshlutfall og svoleiðis, þá er líka þetta í dæminu: Fyrirtækið fer á hausinn og starfsfólkið eða hið opinbera tekur yfir reksturinn.

Vésteinn Valgarðsson, 19.2.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband