Ég er á báðum áttum

Það eru vonbrigði hvernig gamla flokkakerfið er eins og að soga aftur upp í sig óánægða fólkið. Það eru ekki síðri vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur skuli fá svona mikið fylgi. Ég er ekki sannfærður heldur um að Samfylkingin verðskuldi það sem hún fær. Spurningin er um Vinstri-græn. VG eru eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á bankahruninu og sá núverandi flokkur sem er líklegastur til að geta bjargað því sem bjargað verður. "Líklegastur" segi ég, því hinir þrír eru hreint ekki líklegir.

Prófkjör VG eftir viku mun skipta miklu, ef ekki öllu. Niðurstaðan úr því mun segja til um hvað býr í flokknum, hvers hann er megnugur og hvert hann vill halda. Mín afstaða er skýr, þetta er það sem ég vil sjá koma út úr kosningunum og þar með sem mest út úr prófkjörum. Valið stendur milli þess hvort við tökum stefnuna á sósíalisma eða á landauðn.


mbl.is Ríkisstjórnin fengi meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband