Stolnar fjaðrir

Framsókn leikur sama leikinn og alltaf, dressar sig upp sem einhvern vin litla mannsins rétt fyrir kosningar og stólar á að kjósendur hafi gullfiskaminni. Ég mundi óska Framsókn skjóts og auðvalds dauðdaga sem flokki -- en einhvers staðar verða víst vondir að vera. Þeir hjara bara eins lengi og þeir hjara. En megi þeir vera litlir og áhrifalausir.

Þessi niðurfelling er hins vegar skynsamleg. Ekki veit ég hvort 20% er rétta hlutfallið, og ekki veit ég heldur hvort sama á endilega að ganga yfir alla (þótt ég sjái ekki í fljótu bragði hvers vegna ekki). En ef niðurfelling þýðir að stórum hluta íslenskra heimila verði forðað frá gjaldþroti, þá er nú til nokkurs af stað farið. Það er þó eins og mig minni að það hafi verið Hagsmunasamtök heimilanna sem komu með þessa hugmynd. Það var eftir Framsókn að reyna að sölsa hana undir sig.


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband