Takk Geir, takk Davíð, takk Ingibjörg

Þessi kostnaður, ásamt öðrum hugsanlegum óþægindum af völdum mótmæla, eru alfarið í boði þeirra sem gerðu mótmælin nauðsynleg, í boði vanhæfra stjórnarherra og -frúa sem þóttust of góð til að drulla sér í útlegð og héldu að íslenska þjóðin væri nógu heimsk, löt og undirlægjusöm til að láta bjóða sér þetta, sem héldu að þau gætu beðið þetta af sér eins og ráðamönnum hefur oftast nær haldist uppi á að gera undanfarna áratugi, sem héldu að þetta mundi lægja eins og hvern annan storm.

Innan við fimmtíu milljóna kostnaður fyrir stjórnarbyltingu eru jarðhnetur. Ríkisstjórnin kostaði okkur margfalda þá upphæð hvern dag sem hún var við völd. Það ætti að taka það inn í reikninginn, hvað við komumst hjá miklu tapi, sem þjóð, með því að þrýsta ríkisstjórninni frá völdum. Það mætti færa það inn sem tekjur í bókhald þjóðarinnar. Kannski að Hörður Torfason ætti að fara fram á ofurlaun fyrir að hafa leitt mótmælahreyfinguna?


mbl.is Bera kostnað vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband