Humm....

Í stuttu máli: Búum Ísland betur í haginn fyrir að hér verði rekið auðvaldsskipulag með sem snurðulausustum hætti. Fáein atriði:

Einkareknir bankar eru ekki góðgerðastofnanir heldur reknir í gróðaskyni. Ef eignarhaldið er erlent, þá fer gróðinn til útlanda. Þá eru það erlendir auðjöfrar sem maka krókinn í stað íslenskra. Það kemur kannski í sama stað niður. "Heilbrigður" rekstur veit ég ekki hvað er í auðvaldsbanka.

"Hagsmunir Íslands" í loftslagsmálum -- það þýðir að Ísland fái áfram að menga eins og það hefur gert, er það ekki? Það voru þá hagsmunirnir, að fá að pissa meira á sig heldur en aðrir.

Ég furða mig hálfpartinn á tali um að afnema mismunun gagnvart nýsköpunarhugmyndum og taka upp faglega stjórnsýslu. Hvaða rugl er þetta? Segir þetta sig ekki sjálft?

"Virk kostnaðarvitund" þýðir vanalega eitthvað í ætt við gjaldtöku, ellegar þá aðhald -- það er að segja, niðurskurð.

Á þessum lista er ýmislegt gott og ýmislegt slæmt. Ekkert um að verja velferðarkerfið og ekkert um það hvort eða hvernig á að borga billjónirnar sem við skuldum. Ætli það komi fram í skýrslunni sjálfri?


mbl.is Mistökin Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband