Leynimakk

Leynd í stjórnsýslunni þjónar alltaf valdinu. Hverju er verið að leyna okkur og hvers vegna? Ef ríkisstjórnin er smeyk um að þjóðin verði brjáluð vegna þess að það sé verið að svíkja hana, þá vona ég að sá ótti sé á rökum reistur. Við eigum ekki að borga þetta. Það kemur einfaldlega ekki til greina. Ég veit ekki hvað það þýðir að vera "útilokaður frá samfélagi þjóðanna" eða hvað það er sem Steingrímur og Jóhanna eru að hóta okkur. Ég efast samt um að Ísland verði Norður-Kóreu vestursins, og ég efast um að þessi "lækning" sé betri en sjúkdómurinn, síst þó ef þetta er aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Steingrímur og fleiri neita því, sverja og sárt við leggja að þetta sé ekki þannig, en hver trúir þeim? Hvað liggur svona á ef þetta snýst ekki um Evrópusambandið?
mbl.is Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband