Takið eftir þessu!

Einstaklingsbundnar plástraleiðir sem ríkisstjórnin boðar eru í besta falli ófullnægjandi hálfkák.

Heimilin í landinu þarfnast almennra aðgerða sem leiðrétta yfir línuna þá óréttlátu eignaupptöku sem hrunið hafði í för með sér. Persónulega finnst mér að það eigi að færa vísitöluna aftur til 1. janúar 2008 og stilla þannig húsnæðisskuldir heimilanna upp á nýtt, en aðrar leiðir geta komið til greina. Um leið ætti að afnema verðtrygginguna.

Hverjir borga fyrir þetta? Annars vegar má segja að enginn geri það. Skuldir gjaldþrota fólks eru ekki eignir heldur tapað fé og á ekki að bókfæra öðruvísi. Hins vegar má segja að bankarnir og lífeyrissjóðirnir borgi, með því að missa stóran hluta af bókfærðum eignum sínum. Ég græt þurrum tárum yfir bönkunum. Þá á að leggja niður sem verkfæri fjármálaauðvaldsins með annarlega einkahagsmuni, og láta í staðinn samfélagslega rekin fjármálafyrirtæki veita fjölskyldum og fyrirtækjum fjármálaþjónustu.

Lífeyrissjóðina á líka að þjóðnýta og breyta því kerfi algerlega. Lífeyrir á að vera greiddur úr ríkissjóði, fyrir skattfé en ekki uppsafnaða sjóði. Sparifé verður aldrei meira virði en það sem fæst fyrir það, m.ö.o. verður það alltaf hagkerfi samtímans sem stendur undir lífeyrisþegum. Höggvum burtu milliliðinn og kúplum hagsmuni vinnandi fólks frá fjármálamörkuðum.


mbl.is Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áhyggjur af lífeyrissjóðunum eru óþarfar, eftir skarpa dýfu eru þeir nú á blússandi uppleið aftur vegna hækkunar hlutabréfa á erlendum mörkuðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Mér er í sjálfu sér sama um sjóðina sem slíka, það eru lífeyrisþeganir sem skipta máli. Afkoma íslenskra lífeyrisþega á ekki að fara eftir gengi hlutabréfa á erlendum mörkuðum.

Vésteinn Valgarðsson, 19.8.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hún gerir það samt, því eignir þeirra eru að stóru leyti bundanar í slíkum fjárfestingum. Ef þú vilt ekki að afkoma þeirra fari eftir því, hverju viltu þá að hún fari eftir? Ekki er hægt að láta peningana liggja í geymslu á meðan verðbólgan étur upp verðgildi þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Eins og fram kemur í færslunni að ofan, vil ég að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir. Samhliða því ætti ríkið að byggja upp nýtt og betra almennatryggingakerfi, þar sem ellilífeyrir væri greiddur úr ríkissjóði. Vinnandi fólk í dag borgar þá lífeyri fyrir lífeyrisþega í dag, en ekki fyrir sjálft sig eftir marga áratugi.

Vésteinn Valgarðsson, 19.8.2009 kl. 15:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Vésteinn yfirvöld verða að skilja að óréttlæti dregur úr vilja fólks til þáttöku. Það er eðlilegt að fólk borgi skuldir sínar en það þarf að leiðrétta rangar forsendur og afleiðingar að glæpsamlegri framgöngu banka og yfirvalda.

Mynnist þess að Steingrímur lofaði fyrir kosningar að leggja niður verðtrygginguna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.8.2009 kl. 18:29

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Já, vel á minnst, hvað varð um efndirnar á því loforði? Kannski að það þurfi að gera "málamiðlanir" í pólitík, hahaha?

Vésteinn Valgarðsson, 19.8.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband