Afskriftir eða leiðrétting?

Það ætti náttúrlega að kalla þetta sínu rétta nafni: Leiðrétting. Mér er ekki kunnugt um að neinn sé að fara fram á að fá "eðlilegar" skuldir afskrifaðar, heldur er fólk ósátt við að því séu reiknaðar skuldir sem það stofnaði aldrei til og sem urðu til við ófyrirséðan forsendubrest. Fólk er ósátt við eignaupptöku og átthagafjötra. Fólk er ósátt við að hafa verið svikið af bönkunum og við að ríkisstjórnin bregðist því.
mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er farið að hitna undir stólunum hjá stjórnarliðum??? Ekki er ég hissa.   Eins og hlutir hafa þróast undanfarna mánuði, var maður farinn að efast að vitiborið fólk héldi um stjórnartauma í landinu. Ég er nú ekkert viss um það ennþá.  En  Árni Páll virðist nú hafa fengið orð í eyra frá einhverjum svo nú vill hann gera eitthvað, en hvað?  Hann er ekki alveg viss.  Steingrímur og Jóhanna eru líka viss um að það þarf að gera eitthvað , en hvað?  Jú það á að byggja nýtt álver og minnsta kosti 2 gagnaver eitt á Blönduósi og annað í Hafnarfirði.  Siðan vilja þau selja út orkuna.  Það verður að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu.  Einhver talar um Skjaldborg, tjaldborg og fleiri borgir????? Hvað gerist?    EKKI NEITT...... Nákvæmlega ekki neitt fyrir mig sem sem er orðið lögboðið gamalmenni.  Og ekki keypti ég flatskjá eða heitan pott o.fl.

J.þ.A (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband