AGS, nei takk!

lþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eitthvert versta ólán sem hent hefur Íslendinga. Það eina rétta í stöðunni er að hafna frekara samstarfi við þessa útsendara andskotans, skila lánsfénu sem við höfum þegar fengið og leita annarra leiða í staðinn. Lánsféð bíður á bankabók í New York en það þarf að hafa hraðar hendur, það stendur til að byrja að nota það strax í september. Hér verður ekkert "norrænt velferðar" neitt á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ríkjum.
mbl.is Mál fari á fulla ferð hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Vésteinn, æfinlega !

Ég hefi margsinnis; bent á óskapnað þrí-ekjunnar Djöfullegu; AGS/ESB/NATÓ, á minni síðu, sem víðar - en; undir tektir dauflegar, aðallega, af hálfu vinstri sinna, því miður.

Miðju-moðið (Sjálfstæðismenn/Framsóknar) sér hins vegar ekki, Sólina, fyrir NATÓ glamúrnum - fremur en helvítis kratarnir, í Samfylkingunni.

Því er ekki nema von; að vopnaviðskiptin, séu næsti leikur okkar, þjóðfrelsissinna, síðuhafi góður, eigi einhverju að þoka áleiðis, hér á Fróni.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held nú að best sé að reyna allar aðrar aðferðir til þrautar áður en kemur að þeim vopnuðu. Það er nú ekki einu sinni á vísan að róa; ég meina: NATÓ er nú til dæmis ekkert lamb að leika sér við og eiga mun meira af vopnum en þú og ég.

Vésteinn Valgarðsson, 1.9.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband