Íslenska þjóðfylkingin afneitar hlýnun af mannavöldum

Á Rás2 í gærkvöldi mættust oddvitað allra framboðanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í útvarpssal. Ég var talsmaður Alþýðufylkingarinnar. Harla ánægður með þáttinn.

Eftirtekt vakti -- já, hlátur í salnum -- að talsmaður Íslensku þjóðfylkingarinnar sagðist ekki trúa því að hlýnun jarðar væri af mannavöldum heldur væri hún einhvers konar samsæri runnið undan rifjum vinstriróttækra vísindamanna.

Þetta er skondin viðbót við útlendingaandúðina og hómófóbíuna! Nú spyr maður sig, hvað næst? Afneitar Íslenska þjóðfylkingin líka þróunarkenningunni?


Bloggfærslur 11. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband