Kalt mat

Jæja, verum sanngjörn: Það þýðir ekki að neita því, að ESB-aðild væri hagstæð sumum þjóðfélagsöflum hér á landi, þótt hún sé óhagstæð öðrum. Þannig að hægrisinnaður ESB-flokkur á tvímælalaust rétt á sér, jafnvel þótt maður sé sjálfur andvígur ESB-aðild. Þannig að þótt Viðreisn fái aldrei mitt atkvæði, skal ég ekki afneita rökunum fyrir tilveru hennar.

Það er skrítnara þegar fólk sem kennir sjálft sig við vinstri, segist "telja hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins" en styður samt upp til hópa áframhaldandi aðildarferli. Styður, með öðrum orðum, það sem það segist telja að sé landinu ekki fyrir bestu. Greiðir jafnvel atkvæði með því á þingi 2009. Sýndu mér trú þína af verkum þínum, stendur skrifað. Hvað á eiginlega að kalla þetta?

Jæja, eitt er að gera málamiðlanir og skýra þær með því að þær séu málamiðlanir. En þegar málamiðlunin verður ný stefna -- hvað á eiginlega að kalla það? Hvers vegna þurfa VG að tala fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB núna, þegar þau eru ekki einu sinni í ríkisstjórn?

(Svar: Vegna þess að annars þyrftu þau að viðurkenna þau algjöru svik sín sem fólust í ESB-umsókninni.)

Vinstrisinnað fólk sem vill ekki meira flóð markaðsvæðingar frá ESB á einn valkost í komandi kosningum. Það er Alþýðufylkingin. Þegar við segjumst vera fortakslausir ESB-andstæðingar, þýðir það að við mundum aldrei styðja eða samþykkja frekari aðlögun að ESB. Og "aldrei" er ekki afstætt hugtak.


mbl.is „Útverðir vestrænnar samvinnu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fá" að byggja?

Er verið að hugsa um hvort eigi að leyfa eða banna byggingar kirkna og annarra trúarbygginga? Er einhver að meina það? Það á að sjálfsögðu að leyfa fólki að byggja þær. Annað væri tæpast samrýmanlegt trúfrelsi. (Viljum við ekki annars hafa það í landinu?) Það er annað mál með að gefa trúfélögum lóðir og undanskilja þau gatnagerðargjöldum og fasteignagjöldum og slíku. Þar á jafnræðisreglan að gilda: Það ætti ekkert trúfélag eða lífsskoðunarfélag að fá neitt svona gefins frá ríki eða sveitarfélögum. En á meðan sumir fá, þá verður líka að gæta jafnræðis.


mbl.is Skiptar skoðanir um trúarbyggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunun

Framboðum til Alþingis í haust er ítrekað mismunað við fundahöld og í fjölmiðlum. Það er mismunandi hvar geðþóttamörkin eru dregin, við 3% eða við 5% í skoðanakönnunum eða við framboð um allt land. Auðvitað eiga allir að sitja við sama borð. Mismununin er ólýðræðisleg. Hún styrkir þá stærstu en veikir þá minnstu.


mbl.is Í beinni: Hver bakar þjóðarkökuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband