DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju

Ég tilkynni stoltur að DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju hefur verið samþykkt og skráð hjá yfirvöldum sem lífsskoðunarfélag. Það þýðir að fólk sem aðhyllist díalektíska  efnishyggju á sitt eigið félag, sinn eigin vettvang, til að ræða og stunda lífsskoðun sína og framkvæma sínar eigin athafnir og til að taka við sínum eigin sóknargjöldum og ráðstafa þeim í samræmi við sína eigin lífsskoðun.

Ef þú aðhyllist díalektíska efnishyggju hvet ég þig til að skrá þig strax í félagið. Langeinfaldasta leiðin til þess er að fara á Ísland.is, skrá sig þar inn með kennitölu og íslykli, fara í "trúfélagsskráningu" og velja þar af lista: "Díamat". Það þarf ekki að taka meira en mínútu og þá eruð þið skráð hjá Þjóðskrá í flottasta lífsskoðunarfélagið.

 


Bloggfærslur 18. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband