Straumhvörf í íslenskri vinstristefnu

Alþýðufylkingin er komin inn á kortið sem raunhæfur valkostur, sem ekki er hægt að líta framhjá nema með einbeittum vilja. Hér er kominn flokkur sem annars vegar er til vinstri án þess að skammast sín fyrir það, og hins vegar meinar það sem hann segir. Þegar við segjum að við viljum ekki ganga í ESB, meinum við ekki að við "teljum hagsmunum okkar betur borgið" utan þess, heldur meinum við að við erum fortakslausir andstæðingar ESB-aðildar og munum beita okkur gegn henni af alefli.

Við erum líka með raunhæfa stefnu sem er ekki í þversögn við sjálfa sig heldur í rökrænu innra samhengi. Sjálf stefnuskráin okkar er stutta útgáfan. Og fyrir þá sem vilja vita nánar hvað við meinum og hvernig við ætlum að fara að þessu, er kosningastefnuskráin: 4 ára áætlun Alþýðufylkingarinnar 2016-2020, mun ítarlegra plagg, sem skýrir það rækilega.

Alþýðufylkingin veit hvað hún vill, veit hvert hún stefnir og hún veit hvaða krafta þarf til að framkvæma stefnuna: Það eru kraftar fjöldabaráttunnar, samtakakraftur fólksins í landinu. Við segjum ykkur ekki að við munum gera þetta allt fyrir ykkur bara ef við komumst inn á þing. Nei: Fólkið í landinu þarf að taka slaginn. Við verðum í þeim slag, hvort sem við verðum innan eða utan Alþingis.


mbl.is Guðmundur leiðir í Suðvestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt dagsins: Framboð AF í Suðurkjördæmi

Það er saga til næsta bæjar, að Alþýðufylkingin býður fram í fimm kjördæmum í haust. Sjáið listann hér:

Alþýðufylkingin býður fram í Suðurkjördæmi!


Til hamingju með afmælið

Mér finnst næstum því að það ætti að friða fyrirtæki sem eru orðin 100 ára, eins og hús.

Þannig ættu Thorvaldsensbasar, Eymundsson og Bernhöftsbakarí að vera friðuð. Bannað að hætta. Og það hefði átt að koma í veg fyrir að Vísir á Laugavegi legði upp laupana. Mest sé ég þó eftir Reykjavíkurapóteki, sem var u.þ.b. 200 ára þegar því var lokað. Það var ruddaskapur.


mbl.is Jóhann Ólafsson 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband