Útilokunarstefnan í VR

"Hverfi stjórnarmaður frá verslunar-, þjónustu- og skrifstofustörfum, eða tekur að stunda atvinnu, sem fellur undir starfssvið annarra stéttarfélaga, skal kjósa mann í hans stað við fyrsta stjórnarkjör á eftir."  (10 grein félagslaga VR)

Þessi grein var sett inn í lögin á aðalfundi fyrir rúmum tveim árum og með henni eru öryrkjar, atvinnulausir og aðrir lífeyrisþegar útilokaðir frá kjörgengi til stjórnar félagsins. Af hverju? Svar VR-íhaldsins er að félagið "sé fyrir fólk á vinnumarkaði" -- hvaða skilaboð eru það til þeirra hundruða öryrkja, ellilífeyrisþega og atvinnulausra sem eru í félaginu og borga félagsgjöld? Er það fólk þá allt saman óvelkomið?

Það er lágkúrulegt að einskorða kjörgengið við fólk sem er á vinnumarkaði þegar raunverulegur tilgangur er að halda Kristni Erni Jóhannessyni eða Guðmundi Inga Kristinssyni utan stjórnarinnar.

Af því þeir eru öryrkjar? Kommon!

Lesið grein Guðmundar Inga Kristinssonar: Óvirðing og óréttlæti.
mbl.is Ólafía tekin við sem formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

10. gr. Stjórn

Það er nákvæmlega ekkert athugavert við þess grein í fljótu bragði. Hún er í raun sambærileg við reglur í öllum stéttarfélögum landsins.

Í þessari lagagrein er ekkert fjallað um fatlaða og eða að öryrkjar, atvinnulausir og aðrir lífeyrisþegar séu útilokaðir frá kjörgengi til stjórnar félagsins.

Skipulagsreglur ASÍ þar sem gert er ráð fyrir að fólk skiptist í stéttarfélög eftir störfum og eða eftir búsetu. Það liggur vinna í þessari hugsun hjá skipulagsnefnd ASÍ. En VR var þekkt fyrir það á vettvangi ASÍ að ná fólki inn í sínar raðir þótt það starfaði við önnur störf.

Stjórn félagsins skipa 15 aðalmenn og 3 til vara. Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn, meðstjórnendur skulu kosnir 7 í einu til tveggja ára og ganga árlega 7 úr stjórninni á víxl. Varamenn skuli kosnir til eins árs í senn. Hverfi stjórnarmaður frá verslunar-, þjónustu- og skrifstofustörfum, eða tekur að stunda atvinnu, sem fellur undir starfssvið annarra stéttarfélaga, skal kjósa mann í hans stað við fyrsta stjórnarkjör á eftir. Stjórnin kýs sér varaformann og ritara og skiptir að öðru leyti með sér störfum.

Kristbjörn Árnason, 18.4.2013 kl. 15:40

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Bara að bæta því við, að til þess að lagabreytingar félags innan ASÍ öðlist gildi verður laganefnd ASÍ í samráði við skipulagsnefnd að samþykkja að lagbreytingin standist lög ASÍ.

Þá til þess að miðstjórn ASÍ samþykki lagabreytinguna. Ef þín túlkun væri rétt hefði ASÍ hafnað lagabreytingunni.

Kristbjörn Árnason, 18.4.2013 kl. 15:52

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

(Mér skilst að sitthvað hafi verið athugavert við afgreiðslu þessarar lagabreytingar á sínum tíma, en það er önnur saga.)

Er ekkert athugavert við að borgandi félagsmaður missi kjörgengi vegna þess að hann hafi misst heilsuna? 

Í þriðju grein laga VR stendur:

Einnig geta þeir félagsmenn sem hætta störfum á vinnumarkaði vegna atvinnuleysis eða örorku verið áfram félagsmenn gegn greiðslu félagsgjalds en njóta ekki kjörgengis í félaginu.

...og í tíundu grein stendur:

Hverfi stjórnarmaður frá verslunar-, þjónustu- og skrifstofustörfum, eða tekur að stunda atvinnu, sem fellur undir starfssvið annarra stéttarfélaga, skal kjósa mann í hans stað við fyrsta stjórnarkjör á eftir.

Ég leit til gamans í lög Eflingar og sá ekkert sambærilegt þar.

Vésteinn Valgarðsson, 18.4.2013 kl. 16:40

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Vésteinn, ég skoðaði ekki þessa 3. grein og þú minntist heldur ekkert á hana. Ég er sammála þér um þá grein eftir að hafa lesið hana.

Ég geri reyndar ráð fyrir að mörg félög innan ASÍ séu með svipuð ákvæði í samþykktum sínum frá fyrri tímum.

Einkum iðnsveinafélögin því getur laganefnd ekki staðið gegn því að önnur félög taki upp svipaðar reglur enda eru fordæmin fyrir hendi.

Það er auðvitað fullkomlega óeðlilegt að það sé sett í samþykktir að einhverjir sem greiða full félagsgjöld njóti ekki fullra réttinda.

kveðja

Kristbjörn Árnason, 18.4.2013 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband